Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 12
Afmæli Blaðinu er kunnugt um þrjá organista sem áttu stórafmæli á þessu ári. 23. janiíar varð Eyþór Stefánsson, tónskáld og lyrrum organisti á Sauðárkróki níræð- ur. (Benda má á grein um Eyþór í 2. tbl. 4. árgangs.) 5. apríl varð Haukiir Guðlaugsson, söngmálstjóri, sextugur og Áskell Jónsson tón- skáld og fyrrum organisti viö Lögmannshlfðar- og Glerárkirkjur áttræður. (Benda má á grein um Áskel í 2. tbl. 19. árgangs). Organistablaðið óskar þessum mönnum hjartanlega til hamingu með afmælið og óskar þcim alls liins besta í framtíðinni. bann 26. apríl s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu Björgvins Guðniundssonar tónskálds. (Grein um Björgvin er í 2. tbl. 4. árg.). Björgvin var fæddur að Rjúpna- felli í Vopnafiröi 26. apríl 1891 og andaðist 4. janúar 1961. Árið 1991 voru liðin . . . 40 ár frá stofnun Fdlags íslenskra organlcikara. F.Í.O. var stofnað 17. júní 1951 í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Fyrsta verkefni félagsins var að halda norrænt kirkjutónlistarmót í Reykjavík. Þetta var fámennur hópur manna sem hugsaði stórt og hclt 5. Norræna kirkjutónlistarmótið í Reykjavík dagana 3. - 10. júlí árið 1952. Fyrsti formaður félagsins var Dr. Páll ísólfsson (formaður 1951-1965). 40 ár frá stofnun Kirkjukórasambans íslands. Það var stofnað 23. júní 1951 á heimili þáverandi söngmálastjóra Sigurðar Birkis og var hann jafnframt fyrsti for- maður þcss (formaður 1951-1961). 100 ár frá því að Sigfús Eymundsson gaf út bókina „NOKKUR FJÓRRÖDDUÐ SÁLMALÖG VIÐBOT OG UMBÓT VIÐ KIRKJUSÖNGSBÆKUR JÓNASAR HELGASONAR" Pað voru þeir Síra Stefán Thorarensen og Björn Kristjánsson sem söfnuðu og undirbjuggu útgáfuna. 300 ár frá því að 6. útgáfa Grallarans kom út. Það var 1. útgáfan sem gefin var út í Skálholti. 320 ár frá því að Hallgrímur Pétursson orti sálminn Allt eins «g blómstrið eina. 100 ár frá fæðingu Sergei Prokofievs en hann var fæddur í Sontsovka í Úkraínu þann 23. Apríl 1891 og dáinn í Moskvu 7. mars 1953. 150 ár frá fæðingu Antonin Dvorák. Hann var fæddur í Nelahozeves í Bæheimi 8. september 1841 og dó í Prag 1. maí 1904. 200 ár frá því að Giacomo Meyerbeer fæddist. Hann var fæddur í Berlín 5. sept- ember 1791 og dó í París 2. maí 1864. 200 ár frá því að Wolfgang Amadeus Mo/.art andaðist. Hann var fæddur í Sazlburg 27. janúar 1756 og dáinn í Vín 5. descmber 1791. 250 ár frá því að Antonio Lucio Vivaldi dó. Hann var fæddur í Feneyjtim 4. mars 1676 og dó í Vín 28. júlí 1741. 420 ár frá því að Michael Practorius fæddist og 370 ár síðan hann dó. Hann var fæddur nælagt Eisenach í Þýskalandi 15. fcbrúar 1571 ogdáinn í Wolfenbúttel 15. fe- brúar 1621. (Aðeins er hér tæpt á nokkrun atriðum og sjálsagt er hægt að finna þau fleiri ,en einhversstaðar verður að láta staðar numið. (JÓS.) 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.