Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 19
Mytul 6. Dœtni um sluiia áttund. Teikning frá 1707 af spilaborði dómorgelsins í Salzburg, sem byggl var árið 1703 (orgelið sem Mozarl lék á). Nótunum í pedal (reyndar einnig í hljómborði) er raðað þannig. (talið neðan frá): Svörtu nóturnar: D E B cís dís fís. Hvítu nóturnar: C F G A H c d e f g o.s.frv. Sálmforleikur, eins og hann þckkist hjá norðurþýsku orgelmcisturunum og hjá Bach, á í raun og veru ekki heima þar. Albrechtsberger, Hummel, Schubert, Sechter o.fl. semja þó nokkur af þessum norðurþýskum formunr. En það er gert í lærdómsskyni, gert til þess að æfa sig í tón- smíðum. Rcyndar voru þessi form þá þegar úrelt fyrirbæri. Hægt er að segja, að verkin sem hafa verið samin eftir fyrirntynd norðurþýsku meistaranna (eins og tóccata, fúga, sálmforleikur, passacaglia o.s.frv.) voru ekki mikið leikin í guðsþjón- ustunni, heldur verk sem bera nafnið „Pastoralstúck" eða „Pastoralpræludium". Þetta er þjóðleg, sveitaleg tónlist nteð einföldum hljómagangi, eins og hann er alp- abúum tamur. Upp úr þessari menningu hefur til dæmis sprottið jólalagið „Heims um ból“. Ef hlustað er á upprunalega útsetningu þess lags, er vel hægt að skynja, hvað er átt við mcð „Pastoralpræludium" og þess háttar tónlist. Hún er bakgrunnur og umgjörð þessarar miklu listsköpunar, eins og hún kemur fram í kirkjutónlist Wolfgang Amadeus Mozarts. Framhald i nœsta blaði. Dr. Orthulf Prunner. ORGANISTABLAÐIÐ 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.