Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 22
Jöklakórinn í Ólafsvíkurkirkju 2. nóvember 1991. En hvað skal segja um svona starf eftir á, til hvers vorum við að þessu? Tilefnin voru svo sem mörg, en eitt þeirra var nú gegnumgangandi, og það var að gera „Ári söngsins" góð skil þarna vestur á Snæfellsnesi með kórsöng og held ég að það hafi að mati okkar kórstjóra tekist mjög vel. En ég er sannfærður um að allir þessir tónleikar hefðu aldrei orðið veruleiki ef við kórstjórarnir hefðum ekki notið stuðnings bæði stjórna kóranna og ekki síst kór- fólksins sjálfs sem var tilbúið til þess að leggja allar þessar æfingar á sig. Og það var nú ekki mikið mál, því allir voru svo jákvæðir og glaðir og ég fann frá byrjun að það var komin mikil þörf fyrir svona samstarf. En við komum ckki bara til þess að syngja, heldur líka til þess að hittast og kynnast innbyrðis og gleðjast saman. Já, það er þetta félagslega líf kóranna sem hlúa þarf að, og ekki má gleyma að þarna hitti maður bæði gamla kórfélaga og kynntist hinum nýju, enda vorum við eins og samhent fjölskylda meðan á æfingum stóð.. Þá eru það allar kaffiveislurnar, eftir tónleikana á hverjum stað. Mér er það bæði ljúft og skylt að færa öllu því fólki scm undirbjuggu þær, bestu þakkir, þetta voru allt frábærar veitingar. Ég tel að svona samstarf þjappi byggðalögunum meira saman, og þetta framtak hlýtur að efla samstarf þeirra á öðrum vettvangi og er þá vel unnið. En að lokum er sjálfsagt að ætla að Jöklakórinn haldi áfram sínu starfi miðað við þær góðu viðtökur sem hann hefur fengið í haust og vegna mikils áhuga kórfélaga, enda spurði einn kórfélagi mig um daginn, hvort kórinn myndi ekki gera eitthvað skemmtilegt um jólin oglæt ég þar með lokið þessari grein. Friðrik Vignir Stefánsson, organleikari í Grundarfirði. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.