Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25

Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 25
Staruporgelið er hins vegar alveg í stíl við Seljakirkju og hefur staðið sig frábær- lega. Pegar það var tekið í notkun hélt orgelleikari kirkjunnar á það einleikstónleika. Kór Seljakirkju undirbýr nú jólatónleika en auk hans koma fram einsöngvararnir Sigríður Gröndal og Katrín Sigurðardóttir. Tvöfaldur karlakvartett „Tónabræður" og stúlknakór Seljakirkju koma einnig fram á þessu tónleikum undir stjórn organista kirkjunnar Kjartans Sigurjónssonar. Tónleikarnir verða 22. desembcr og er efnis- skráin verk eftir J.S. Bach og W. A. Mozart auk þess jólalög frá ýmsum löndum. Sigríður Gröndal er raddþjálfari kórsins en starfsskrá hans hefur á þessu ári verið fjölbreytt. Er þar skemmst að minnast ferðar kórsins til London s.l. vor þar sem hann söng við vísitasíu biskups hjá íslenska söfnuðinum þar í borg. Laugarneskirkja Drengjakór Laugarneskirkju heldur Aðventusöngva í Laugarneskirkju sunnudag- inn 8. desember kl. 20.00. Flutt verða verk eftir ýmsa höfunda m.a. J.S. Bach og Prætorius. Undirleik annast David Knowles, pínaóleikari, ásamt nokkrum strengja- leikurum. Söngstjóri cr Ronald W. Turner. Orgeltónleikar í Hátcigskirkju Tvennir orgeltónleikar voru í Háteigskirkju í sambandi við orgelnámskcið Dr. Dr. Karen De. Pastel (sjá bls. 20). Tónleikar í Kristskirkju Laugardaginn 5. október og sunnudaginn 6. október fluttu þau Dr. Orthulf Prunn- er organleikari og Ellen Freydís Martin sópran, dagskrá sem þau nefndu „Tuttugustu aldar kirkjutónlist eftir Anton Heiller og Augustinus Franz Kropfreiter". Efnisskrá: A. F. Kropfreitcr (f. 1937): Toccata Francese; tvö andleg ljóð: „Herr, lehre doch mich“ (Ds. 39, 5-8) og „Ihr habt nun Traurigkeit“ (Jóh. 16, 22); Partita: Ach wie nichtig, ach wie fluechtig“; Anton llciller (1923-1979): Andleg ljóð: „Optavi“ (Úr speki Salomons 7, 7-14), Kleine Partita: Freu dich sehr, o ineinc Seele“, „Optavi" (úr speki Salomons), og Tanztoccata. Þess má geta að Anton Heillcr var kennari dr. Orthulfs og Kropfreiter er vinur hans og cr organisti við sömu kirkju og Anton Bruckner var organisti við. Tónlistardagar Dóiiikirkjunanr Dómkórinn í Reykjavík efndi til Tónlistardaga Dómkirkjunnar í tíunda sinni dag- ana 6. - 10. nóvember s.l. Haldnir voru þrennir tónleikar auk þess sem kórinn söng við messu í Dómkirkjunni. Á hverju ári hefur Dómkórinn fengið íslenskt eða erlent tónskáld til að semja nýtt tónverk í tilefni Tónlistardaganna, að þessu sinni Jón Pór- arinsson. Einnig hefur kórinn fengið árlega gesti erlendis frá, tónskáld, hljóðfæra- leikara, stjórnendur og söngvara. Aö þessu sinni fckk kórinn hingað til lands Sigríði Ellu Magnúsdóttur og organleikarann Ann Toril Lindstad, sem var organisti í Laug- arneskirkju um nokkurra ára skeið cn starfar nú í Gjettum í Noregi. 1. tónleikar: niiðvikudaginn 6. nóv. kl. 20.30: Þar frumflutti Dómkórinn verkið „Vakna þú, sál mín“ cftir Jón Þórarinsson. Einnig voru flutt einsöngslög og orgel- tónlist eftir hann og J.S. Bach og Wolf o.fl. Einsöngvari var Sigríður Ella Magnús- dóttir en orgelleikari og söngstjóri var Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti. 2. tónleikar: laugardaginn 9. nóvember kl. 17.00: Orgeltónleikar i Dómkirkjunni. ORGANISTABLAÐIÐ 25

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.