Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 26

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 26
Ann Toril Lindstad lék verk eftir G. Böhm, J.S. Bach, W.A. Mozart, L. Vierne og A.E. Sandvold. 3. tónleikar: sunnudaginn 10. nóvember kl. 17.00: Kórtónleikar í Kristskirkju. Á efnisskránni voru verk sem kórinn söng á kóramóti á Spáni s.l. sumar. Höfundar: Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Tómasson, Knut Nysted og Siegfricd Thiele, cn þeir hafa allir samið vcrk í tilcfni tónlistardanna á liðnum árum. Einnig var flutti kórinn „Krýningarmessuna" cftir W.A. Mozart, ásamt einsöngvurunum: Sigríði Gröndal sópran, Sigríði Ellu Magnúsdóttur mezzosópran, Þorgeiri Andréssyni tenór og Tóm- asi Tómassyni bassa og félögum úr Sinfoníuhljómsveit íslands. Stjórnandi var Mar- teinn H. Friðriksson og einnig lék Úlrik Ólason einleik á orgel verk eftir J.S. Bach. Þennan sama sunnudag söng kórinn við messu í Dómkirkjunni kl. 11.00. Þar flutti kórinn messusvör eftir Jón Þórarinsson og ýmis íslensk kórverk, einnig var lögð áhcrsla á almcnnan söng í tilefni árs söngsins. Prestur var sr. Hjalti Guðmundsson og organisti og söngstjóri Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Fréttir úr Kjalarnesprófastsdæmi Frá Hafnarfjarðarkirkju Kór Hafnarfjarðarkirkju hefur vaxið og eflst á undanförnumárum og leitast við að flytja stærri vcrk svo sem kantótur og messur. A Listahátíð í Hafnarfirði í júní s.l. var kórinn með opnunartónleika hátíðarinnar þar sem flutt var „Krýningarmessa" Mozarts ásamt „Exultate jubilate" og fjórum mótettum eftir sama höfund. Einsöngv- arar voru Sigríður Gröndal, Guðný Árnadóttir, Þorgeir Andrésson og Ragnar Davíðsson. Sextán manna hljómsveit lék með. Húsfyllir var á tónleikunum og urðu margir frá að hverfa. Kór Hafnarfjarðarkrikju mun ásamt Hafnarborg, lista- og mcnningarmiðstöð Hafnarfjarðar standa fyrir jólasöngvum í Hafnarborg og þar mun barnakór kirkjunn- ar einnig koma fram mcð stjórnanda sínum, Brynhildi Auðbjargardóttur. Á næsta vori mun kórinn verða mcð tónlcika þar scm fluttar verða tvær Bach- kantötur. Organisti og söngstjóri Hafnarfjarðarkirkju er Helgi Bragason. Frá Grindavík Sú nýbreytni var tekin upp í haust við Grindavíkurkirkju að tckin voru upp svo kölluð „Kirkjukvöld" sem er eins konar kvöldandakt. Þar fer fram tónlistarflutning- ur, upplestur, víxllestrar, bænastund og almennur söngur. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir hjá bæjarbúum. Við kirkjuna starfa nú tveir barnakórar, þ.e. yngri- og eldri kór, auk kirkjukórsins og æfa þessir kórar reglulcga einu sinni í viku hvcr. Yngri kórinn scr algcrlcga um söng við sunnudagaskólann og þjálfari hans er Svanhvít Hallgrímsdóttir, cn þjálfari eldri kórsins er auk organistans, Margrét Sighvatsdóttir. Raddþjálfari kirkjukórsins er Árni Sighvatsson söngkcnnari. Tónleikar á jólaföstu verða í kirkjunni 15. desember kl. 20.30. Þar koma fram, Blásarasveit Suðurnesja undir stjórn Siguróla Geirssonar og Kvennakór Suðurnesja undir stjórn Sigvalda Snæ Kaldalóns. 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.