Organistablaðið - 01.12.1991, Side 26

Organistablaðið - 01.12.1991, Side 26
Ann Toril Lindstad lék verk eftir G. Böhm, J.S. Bach, W.A. Mozart, L. Vierne og A.E. Sandvold. 3. tónleikar: sunnudaginn 10. nóvember kl. 17.00: Kórtónleikar í Kristskirkju. Á efnisskránni voru verk sem kórinn söng á kóramóti á Spáni s.l. sumar. Höfundar: Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Tómasson, Knut Nysted og Siegfried Thiele, en þeir hafa allir samið verk í tilcfni tónlistardanna á liðnum árum. Einnig var flutti kórinn „Krýningarmessuna" eftir W.A. Mozart, ásamt einsöngvurunum: Sigríði Gröndal sópran, Sigríði Ellu Magnúsdóttur mezzosópran, Þorgciri Andréssyni tenórogTóm- asi Tómassyni bassa og félögum úr Sinfoníuhljómsveit íslands. Stjórnandi var Mar- teinn H. Friðriksson og einnig lék Úlrik Ólason einleik á orgel verk eftir J.S. Bach. Þennan sama sunnudag söng kórinn við messu í Dómkirkjunni kl. 11.00. Þar flutti kórinn messusvör eftir Jón Þórarinsson og ýmis íslensk kórverk, einnig var lögð áhersla á almennan söng í tilefni árs söngsins. Prestur var sr. Hjalti Guðmundsson og organisti og söngstjóri Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Fréttir úr Kjalarnesprófastsdæmi Frá Hal'narljarðarkirkju Kór Hafnarfjarðarkirkju hefur vaxið og eflst á undanförnumárum og leitast við að flytja stærri verk svo sem kantötur og messur. Á Listahátíð í Hafnarfirði í júní s.l. var kórinn með opnunartónleika hátíðarinnar þar sem flutt var „Krýningarmessa" Mozarts ásamt „Exultate jubilate“ og fjórum mótettum eftir sama höfund. Einsöngv- arar voru Sigríður Gröndal, Guðný Árnadóttir, Þorgeir Andrésson og Ragnar Davíðsson. Sextán manna hljómsveit lék með. Húsfyllir var á tónleikunum og urðu margir frá að hverfa. Kór Hafnarfjarðarkrikju mun ásamt Hafnarborg, lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar standa fyrir jólasöngvum í Hafnarborg og þar mun barnakór kirkjunn- ar cinnig koma fram með stjórnanda sínum, Brynhildi Áuðbjargardóttur. Á næsta vori mun kórinn verða með tónleika þar sem fluttar verða tvær Bach- kantötur. Organisti og söngstjóri Hafnarfjarðarkirkju er Helgi Bragason. Frá Grindavík Sú nýbreytni var tekin upp í haust við Grindavíkurkirkju að tekin voru upp svo kölluð „Kirkjukvöld" sem er eins konar kvöldandakt. Þar fer fram tónlistarflutning- ur, upplestur, víxllestrar, bænastund og almennur söngur. Þessi nýbreytni hefur mælst vel fyrir hjá bæjarbúum. Við kirkjuna starfa nú tveir barnakórar, þ.e. yngri- og eldri kór, auk kirkjukórsins og æfa þessir kórar reglulega einu sinni í viku hver. Yngri kórinn sér algerlega um söng við sunnudagaskólann og þjálfari hans er Svanhvít Hallgrfmsdóttir, en þjálfari eldri kórsins er auk organistans, Margrét Sighvatsdóttir. Raddþjálfari kirkjukórsins er Árni Sighvatsson söngkennari. Tónleikar á jólaföstu verða í kirkjunni 15. desember kl. 20.30. Þar koma fram, Blásarasveit Suðurnesja undir stjórn Siguróla Geirssonar og Kvennakór Suðurnesja undir stjórn Sigvalda Snæ Kaldalóns. 26 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.