Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 27
17. desember kl. 20.30 verða í kirkjunni jólatónleikar Tónlistarskólans í Grinda- vík. 19. desember kl. 20.30 verður aðventukvöld kirkjunnar með fjölbreyttri efnisskrá. Organisti Grindavíkurkirkju og skólastjóri Tónlistarskólans í Grindavík cr Sigur- óli Gcirsson. Fréttir úr Borgarfjarðarprófastsdæmi Orgeltónleikar í Hallgrímskrikju í Saurbæ Friðrik Vignir Stcfánsson organleikari við Grundarfjaðrarkirkju hélt orgeltónlcika í HaUgrímskirkju í Saurbæ 8. september s.l. Á efnisskránni voru verk cftir Buxtc- hude, J.S. Bach, J.S. Bach / C. Gounod, L.V. Bcethoven, C. Franck, M. Reger, Pál ísólfsson, Jón Nordal, Þorkel Sigurbjömsson og F. Mendelssohn. Orgeltónleikaröð í Akraneskirkju Organisti og sóknarnefnd Akraneskirkju ganga fyrir mánaðarlegum kirkjutónleik- um í vetur. Nú þegar blaðið fer í prentun cru búnir þrcnnir tónleikar: IVlánudaginn 9. september lék Dr. Karen Dc Pastcl frá Vínarborg. Tónlcikarnir voru hclgaðir minningu 200 ára dánarafmæli W. A. Mozarts og voru því öll verkin eftir hann og samtímamenn hans frá 5 Iöndum. Efnisskráin var sú sama og Dr. Karen lék í Háteigskirkju 7. scptcmbcr. Laugardaginn 5. október lék Friðrik Vignir Stefánsson, organleikari í Grundarfirði. Efnisskráin var sú sama og á tónleikum hans 8. scpt. í Grundarfjarðarkirkju. Laugardaginn 9. nóvember lék Dr. Orthulf Prunncr, organlcikari við Hátcigskirkju í Reykjavík. á efnisskránni voru eingöngu verk eftir Johann Sebastian Bach: Prel- údía og fúga í G-dúr BWV 541, Partíta: O Gott du frommer Gott" BWV 767, Trí- ósónata í Es-dúr BWV 525, Prclúdía og fúga í h-moll BWV 544, Þrír sálmforleikir úr þriðja þætti „Clavicriibung": „Vater unser im Himmelreich" BWV 682, „Christ uns- er Herr zum Jordan Kam" BWV 684, „Allein Gott in der Höh sei Ehr" BWV 676 og Prelúdía og fúga í C-dúr (9/8) BWV 547. Laugardaginn 30. nóvember lcikur Jón 01. Sigurðsson organlcikari við Akra- ncskirkju. Á cfnisskránni eru verk eftir D. Buxtehude, J. S. Bach, G. Walther og César Franck. Laugardaginn 11. janúar leikur Martin Berkowski, píanólcikari í Safnaðarheimilinu Vinaminni. Þeim organistum scm hyggja á tónleikahald er vclkomið að hafa samband við org- anista kirkjunnar, svo og þeir sem eiga von á erlcndum organistum. Fréttir úr Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi Orgeltónleikar í Grundarfjarðarkirkju Friðrik Vignir Stefánsson hélt orgeltónlcika í Grundarfjarðarkirkju 22. september Efnisskrá: D. Buxtchudc, J.S. Bach, Ccsar Franck, Max Rcgcr. Jón Nordal, Þorkell Sigurbjörnsson og Felix Mendclssohn. ORGANISTABLAÐIÐ 27

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.