Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 28

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 28
Fréttir úr Eyjafjarðarprófastsdæmi Söngmót Kirkjukórasambands Eyjafjarðarprófastsdæmis Helgina 19. - 20. októbcr s.l. var 10. söngmót Kirkjukórasambands Eyjafjarðar- prófastsdæmis haldið í Víkurröst á Dalvík. Tilhögun helgarinnar var á þennan veg: Laugardagur 19. október: Kl. 10.00 - 12.00 Samæfing allra kóra í íþróttahúsinu við Víkurröst. Kl. 12.00 - 14.00 Matur og æfing sérefnisskrár. Kl. 14.00 - 15.30 Kenndir sálmar úr nýja sálmabókarhcftinu,Sálmar 1991, og rætt um messusönginn í kirkjunni. Þessi liður fór fram í Dalvíkurkirkju undir stjórn sr. Jóns Hclga Þórarinssonar og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Kl. 15.30 - 16.30 Kaffihlé. Kl. 16.30 - 17.30 Samæfing allra kóra. Framhald dagskrárinnar fór fram í Arskógi. Kl. 18.00 Aðalfundur K.S.E. Kl. 19.00 Kvöldverður og að honum loknum kvöldvaka. Kórarnir sáu um skemmtiatriði en einnig var stiginn dans með harmonikkuleik. Sunnudagur 20. október: Kl. 13.00 Samæfing allra kóra. Kl. 15.00 Tónleikar í íþróttahúsinu við Víkurröst. Að loknum tónleikum var kaffi- samsæti í grunnskólanum. Á tónlcikunum var tilkynnt að þrír söngstjórar hefðu verið gerðir að heiðursfclög- um K.S.E. Þetta eru: Áskell Jónsson fyrrum organisti og kórstjóri í Lögmannshlíð- ar- og Glerárkirkju og fyrsti formaður K.S.E., Jakob Tryggvason fyrrum organisti og kórstjóri Akureyrarkirkju og formaður K.S.E. í fjölmörg ár og Sigríður Schiöth organisti og kórstjóri Grundarkirkju og stjórnarmaður K.S.E. í mörg ár. Askcll og Jakob hafa stjórnað á öllum söngmótum K.S.E. nema þessu cn Sigríði hcfur cinungis vantað á eitt söngmót en var með á þessu móti. Voru þcim þökkuð vel unnin störf á liðnum arum og þeim fært heiðursskjal. Jakob var ekki viðstaddur cn verður sent skjalið. Þátttakendur í söngmótinu voru um 180 úr 9 af 12 kórum sambandsins, einn kór- inn var ckki með sérefnisskrá en tók þátt í sameiginlega kórnum, tveir kórar sungu scrcfnisskrána saman og þrír kórar tóku ckki þátt. Mótið þótti takast vel og var mikil ánægja með að halda sameiginlega skemmtun eins og þá sem var á laugardagskvöldið. Aðalfundur K.S.E. var haldinn seinnipart laugardagsins og var stjórn sambandsins endurkjörin á fundinum. Efnisskrá tónleikanna var á þcssa leið: 1. Kirkjukór Ólafsfjarðar, söngstjóri cr Jakob Kolosowski: Bjarni Þorsteinsson: Kirkjuhvoll við texta Guðmundar Guðmundssonar og Smá- vinir fagrir cftir Jón Nordal við texta Jónasar Hallgrímssonar. 2. Kirkjukór Dalvíkur, söngstjóri cr Hlín Torfadóttir: Mín sál þinn söngur hljómi, Þýskt lag frá 15. öld í raddsctningu Róberts A. Ottós- sonar, textinn er úr 104 Davíðssalmi í gcrð Stefáns Thorarcnscn og Vagnar á skóla- lóð eftir Pál P. Pálsson við texta Þorstcins Valdimarssonar. 28 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.