Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 31
og mál pípna o.s.frv. Við höfum ákveðið að tveir organistar verði saman við skoðun á hverju hljóðfæri. Vonumst við til að birta árangur fyrstu orgelskoðunarinnar í næsta blaði. Á þessum fundi var einnig rætt um að birta þýðingar á greinum í erlendum tíma- ritum. Viljum við beina þeim tilmælum til ykkar að senda okkur greinar sem þið rek- ist á og fjalla um kirkjutónlist, eða annað það efni sem ykkur finnst að sé okkar starfi eða starfi kirkjunnar almennt viðkomandi. T.d. má einnig geta um nótnaútgáfu og tónlist á plötum eða geisladiskum. Ekki væri verra að fá greinina senda þýdda þó svo að það sé að sjáfsögðu ekkert skilyrði. íslenskar greinar eru ekki síður velkomnar og viljum við hvctja til þess að rnenn sendi blaðinu línu og veki máls á því sem þeim liggur á hjarta. Þá viljum við hvetja til þess að blaöinu séu scndar efnisskrár ásamt upplýsinguni um þá tónleika sem fram fara á vegum organista eða kirkna, bæði kórtónleika og orgeltónleika. Það er ekki hægt að ætlast til þess að við sem vinnurn þetta í hjáverk- um getum fylgst með öllu sem fram fer og þess vegna verðum við að treysta á ykkur að skila inn upplýsingum. Okkur finnst upplýsingar frá Reykjavíkursvæðinu berast illa og væntum við að ráðin verði bót á því hið snarasta. Þá viljum við þakka þeim sem sent hafa okkur efni í blaðið og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Góðu félagar og aðrir áskrifendur gleyiniö ekki að tilkynna uiii breytt heiniilsfang ef þið vilið fá blaðið í skilum. Síðasti eindagi frétta og greina fýrir næsta blað er 20. janúar 1992. Samkvæmt lög- um F.Í.O. á næsta blað að koma út í febrúar 1992. Nokkuð hefur verið pantað af eldri árgöngum blaðsins og tók stjórn íélagsins þá ákvörðun að selja blöðin á jafnaðarverði sem er kr. 120,- á hvert tölublað í árgöng- um 1 - 19. Síðari blöð verða því miður eitthvað dýrari. Þeir sem áhuga hafa á eldri blöðum eru beðnir að snúa sér til Jóns Ólafs (skriflega). Kærar kveðjur. Gróa, Jón Ólafur og Orthulf. Organistaskipti Nokkrar breytingar hafa átt sér stað frá því að síðasta blað kom út. Pavel Munsck hcfur tekið við Djúpavogskirkju af Haraldi Bragasyni sem fluttist til Bolungarvíkur og tók við Hólskirkju í Bolungarvík af Michael A. Jones, sem tók við Hnífsdalskapellu af Ágotu Joó sem látið hefur af störfum. Einnig tók Michael við kirkjunum í Súðavík og Eyri í Seyðisfirði af Beátu Joó sem er nú aðeins organisti á ísafirði. Hákon Leifsson sem áður var á Höfn í Hornafirði og Bjarnarneskirkju hefur nú tekið við Þorlákshöfn, Hjalla og Strönd og tók hann við af Karli J. Sighvatssyni sem lést í bílslysi fyrr á þessu ári. Við starfi organista á Höfn og í Bjarnrarnesi tók Stefán H. Helgason. Kolbrún B. Grétarsdóttir hcfur tekið við störfum við kirkjuna í Laugardælum í Árnessýslu af Gliimi Gylfasyni organista við Selfosskirkju. Ólína Jónsdóttir organisti á Reykhólum, í Garpsdal og Gufudal í A.-Barðastrand- arsýslu, hefur látið af störfum. Við starfi Ólínu tók Ragnar Jónsson, en hann var áður við Bíldudalskirkju. Við Bíldudalskirkju hefur tekið Tone Solbak. Birgir Helgason hefur bætt við sig kirkjunni að Möðruvöllum í Hörgárdal af Hirti Steinbergssyni sem látið hefur af störfum. ORGANISTABLAÐIÐ 31

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.