Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 32

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 32
Jóhann Guðmundsson hcfur látiö af störfum söngstjóra við kirkjurnar á Hólmavík og að Kollafjarðarnesi, við því starfí tók Krisztine K. Szklenárné. Jón Tryggvason hefur látið af störfum sem organisti við kirkjurnar að Bólstaðar- hlíð og Bergsstöðum í Húnaþingi og Svanborg Sverrisdóttir hefur tekið við þeim kirkjum auk þeirra kirkna sem hún hafði fyrir. Stefanía Sigurgeirsdóttir hefur látið af störfum organista á Suðureyri og Stað við Súgandafjörð og stundar nú nám við Tönskóla þjóðkirkjunnar, við starfi hennar tók Sigurður Daníelsson. Einar Melax hefur látið af starfi organista við kirkjuna á Flateyri og sr. Gunnar Björnsson æfir kórinn þar sem ekki hefur fengist annar organisti. Gíslína Jónatansdóttir hefur látið af störfum organista við kirkjuna á Þingeyri og hefur enginn verið ráðinn í hennar stað. Árni ísleifsson hefur látið af störfum sem organisti við Vallarnes- og þingmúla- kirkjur og hefur ekki verið ráðinn annar í hans stað. Sigríður Júlíusdóttir hefur látið af störfum við Seyðisfjarðarkirkju og hefur Vit Ko- los tekið við því starfi. Jón Mýrdal hefur látið af störfum við Árbæjarkirkju í Reykjavík. Sigrún Stein- grímsdóttir hcfur verið ráðin í hans stað cn hún hefur ekki cnn tekið við því starfi og hefur Violeta Smid verið ráðin til að gegna stórfum á meðan. Nanna Þórðardóttir hefur tekið við starfi organista við Ólafsvíkurkirkju af Iwonnu Jagla sem látið hefur af stórfum organista. F.Í.O. og organistablaðið býður nýja organista velkomna til starfa og sendir einnig þeim sem hafa tekið við nýjum störfum árnaðaróskir um Ieið og þeim organistum scm látið hafa af störfum er þakkað fyrir samstarfið á liðnum árum og óskað alls hins besta í framtíðinni. Um sálmalög og sálmasöng Eftir Séra Stefán Thorarensen (1831-1892) Framhald (Þessi grein er endurprentun á greinum sem birtust í mánaðarritinu Kirkjublaðið 1. árg. 1891, 5. & 6. tbl. og 2. árg. 1. & 2. tbls. 1892. Þykir ritnefnd organistablaðsins að hún sé vel þess virði að enclurprcntast nú 100 árum síðar, því hún á, því miður, að mörgu leyti við enn þann dag í dag. Orðalag séra Stefáns hefur verið látiö halda sér svo og stafsctning, en neðanmálsgreinar sem cru í kirkjublaðinu ncðst á hverri blaðsíðu eru hér dregnar saman í lok hvors greinarhclmings.) í upphafi greinarinnar hefur Sr. Stefán þessa athugasemd. „Þótt jeg viti vel, hversu lítt fær jeg er um það, að rita um þctta mikils umvarðandi cfni, sem er ekki annara meöfæri en þeirra, cr hafa margfalt meiri þekkingu og vit á því, en jeg hcfi, þá þótti mjcr viðurhlutamikið að skorast undan því, ef það kynni að geta orðið til cinhvcrns góðs, og þótt ekki væri til annars, en þcss, að vekja athygli manna á kirkjusöng vorum". (Framh.). En svo voðalegt sem það er, að velja lög til sálma svona af handahófi, dcmba yfir þá hverju scm fyrir verður af „þægilegum" eða „fjörugum", cn gjörsam- lega ókirkjulegum lögum hins veraldlega söngs, þá kastar þó fyrst tólfunum, þegar mcðal þcirra birtast lög frá alkunnum slarkaraljóðum. Berggren minnir á sannleika skáldorðsins, að „ekkert megnareins töfrandi að endurvekja tilfinningar liðinna tíma og blómilmur og gömul lög" ekkert sjc máttugra en hin alkunnu gömlu kirkjulög, að vekja guðrækilegar endurminningar og hugarástand; en allt eins hljóti veraldleg lög 32 ORGANISTABLAÐID

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.