Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 33

Organistablaðið - 01.12.1991, Qupperneq 33
að vekja hjá oss hugsanir og lyndisástand, sem ekki eigi heima í kirkju, hversu hrein- ar og meinlausar sem þessar hugsanir annars kunni að vera; hugarstefnan vcrði ef til vill eigi hin sama, sem höfundur hins veraldlega lags hugsaði sjér, með því að hinar hclgu kirkjustöðvar varðvciti þó frá því, en þó muni grenrjan yfir því, að slíkt lag heyrist f Guðs húsi, gjörspilla öllum sönnum guðræknisanda. Hann minnir á að ætl- azt sje til þess, að þegar þessi vcraldlegu lög sje sungin við sálnra, heima cða í kirkju, skuli menn gjörsamlega gleyma sambandi því, sem þau eru í við hina veraldlcgu texta sína; en sönglagið hafi meira vald yfir hugsunum og tilfinningum mannsins en svo, að þannig verði leyst og að alls engu gjörð samböndin, sem einu sinni eru á kom- in milli þess og þeirra; eigi að síður haldi menn að hneykslislaust sje og reynist, að syngja eitt og sama lagið annan daginn á gaman- og gáska-fundum eða í ýmsum solli, en hinn daginn í Drottins húsi. Hann minnir á sanna sögu um forsöngvarann danska, sem valdi veraldlegt uppáhaldslag sitt til sálms, er hann átti að syngja, en þegar hann byrjaði sönginn, er veraldlega kvæðið svo ríkt í liuga hans, að hann byrjar kvæðið í stað sálmsins. Hann segir einnig frá því, að í Kaupmannahöfn sjálfri hafi fyrir skömmu forsöngvari nokkur haft við sálm lag við mjög dónalega götustráka-vísu, en að presturinn hafi svikalaust sett ofan í við hann á eptir, og beðið hann að gjöra svo vel, og valda hvorki þessu njé áþekku hneyksli framvegis. Jeg vona að öðru leyti, eð enginn skilji svo það, sem hjer hefur sagt verið, að jafn- framt hinu ljelega og óhæfilega hafi ekki einnig á þessari öld bæzt kirkjunum mörg sannarlega góð og sálmsleg lög, bæði þau, sem komin voru í gleymsku, og önnur lög ný, mjög svo unaðsleg og þess megnug, að glæða líf trúar, vonar og kærleika, Mörg slík lög eru í sálmasöngsbókum hins áhugasama eljumanns, organista Jónasar Helga- sonar, sem sannarlega hefur ekki vantað viljann til umbóta á kirkjusöng vorurn. Flest eru þau dönsk (eða þýsk), tckin úr hinum danska kirkjusöng. En einnig víðar en í Danmörku eru um hönd höfð unaðsleg sálmalög, gömul og ný, t. d. í hinum ensku- talandi kristnu söfnuðum, sem telja mundi mega mikinn ávinning að^eiga í kirkjum vorum við viðeigandi sálma. En þegar velja skal lög við sálrna, þá er það þó hvergi nærri nóg, þótt menn gæti alls þess, scm hjer hefur sagt verið, og forðist skerin og hætturnar, sem hjer eru nefndar. Það cr ekki nóg, að velja góð og kirkjuleg sálmalög, skipta þcim síðan í flokka og hafa í öðrum þcirra sálmalög í takmarkaðra skilningi cn í hinum. taka síð- an til hvers sálms, eins og verkast vill eitthvert lag í samkynja lagaflokki, og gæta þess eins, að það sje sambraga sálminum. Svo að segja í hverjum l'lokki allra sálmabóka geta verið sálmar með ýmsum blæ (gleðiblæ, ánægjublæ, alvörublæ, sorgarblæ o. s. frv.), og sje lagið við hvern sálm ekki valið scm næst efni hans og blæ, þá hlýtur lagið, sem þó á að vera túlkur og fullkomnari sálmsins, - gjöra áhrif hans sem innilegust, minnilegust og bezt, - að gjöra hið gagnstæða, og þessi særandi og nístandi mishljóð- an (Dissonans) milli sálms og lags, hlýtur að ónýta sálminn að mestu eða öllu fyrir þeim, sem syngja hann eða heyra hann sunginn. Þótt þannig að lofgjörðarsálmurinn geti heitið sálmur fagnaðarins, þá er þó fögnu- ðurinn ekki jafnan eins ráðandi í öllum lofgjörðarsálmum; sálmur um Guðs gæzku og sálmur um Guðs rjettlæti t. d. verður naumast með sama blæ, optast með mjög ólík- um. Engu síður er þessu líkt varið með svo nefnda tíma- eða tækifærissálma. Tím- arnir og tækifærin eru ekki ætíð jafn-gleðileg, stundum alvörugefnari en stundum, og opt með sorgarblæ. Þannig er það eðlegt, þótt kvöldsálmar sje einatt með meiri al- vörublæ en morgunsálmar, sem líklegt er að flcstir sje gleðilegri og fagnaðarríkari. En búast má nú við því, að sagt verði: „Til þess að þessum kröfum geti orðið sinnt til hlýtar, þyrftu lögin að vera fram úr öllu hófi mörg; það mundi, ef til vill, ekki af vcita, þótt þau væri talsvert fleiri en sálmarnir, þvf að í sama sálmi ræður opt í sum- ORGANISTABLAÐIÐ 33

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.