Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 34

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 34
um vcrsum önnur tilfinning en í hinum öðrum, og það er þó viðurkennt af mörgum, að sakir safnaðanna sje nauðsyn á að takmarka lagafjöldann, svo sem hægt sé". Að vísu er það satt, að til þess er óhugsanda, að hafa svo mörg lóg, sem til þess þyrfti, að hvert sálmsvers fcngi fyllilcga viðeiganda lag í heilli sálmabók, en þó getur hver sá ráðið hjer á mikla bót, sem til þess vantar hvorki góðan vilja nje sönglegan smekk og þekking. Jeg tek til dæmis, ef prestur ljeti syngja nokkuð af sálmi, setjum eitt vers, sem væri með óðrum efnisblæ, en sálmurinn hefur, í heild sinni skoðaður, og lag það, sem við hann er sett, þá væri ekki ólíklegt, að fundizt gæti lag í sálmasöngs- bókum vorum, við annan sambraga sálm, og það lag ætti betur við versið (eða versin), þótt ekki eigi það við sálminn í heild sinni. Hins vegar er langt frá því, að hinir beztu kirkjusöngfræðingar viðurkenni almennt, að fyrir safnaðanna sakir þurfi þess svo mjög að takmarka lagafjöldann, heldur um fram allt hins, að lögin sjc ekki um of vandsungin. Sannkristinir söfnuðir hafa furðu næmt eyra fyrir hinum kirkjulegu lögum, og þau lærast þeim, einkum ef leiðtogi söngsins er sannur kirkjunnar og trúarinnar maður, fljótara en margur hyggur, enda mun það optast einkum stafa af því, hversu hin vandsungnu lög eru flest ókirkjuleg, að þau geta aldrei orðið sönn og góð safnaðarlóg, þau eru flest meira eða minna glamur, sem menn kunna að blekkjast á í svipinn, en aldrei til lengdar, menn fá leiða og jafnvel óbeit á þeim, eins og einhverju vanhelgu, sem komið er inn í heilagt fjelag hinna einföldu clskulcgu kirkjulaga, sem verða því unaðslegri, sem menn heyra þau optar, því þótt mótsögn kunni að þykja í því, þá er það víst, að sje hin einföldu kirkjulegu lög vel og rjctt sungin, þá er sem í þessari einfeldni fclist þeir fjársjóðir, sem menn finna því fleiri, sem mcnn syngja þau optar, eða heyra þau optar vel sungin við þá sálma, er við þau eiga. Pví að hversu vel sem lag getur átt við sálm, þá má þó syngja það svo, að til hneykslis sje. (Jeg hcf t.d. áður minnst þess, að við sálminn „Gegnum hættur, gegn- um neyð", sem (líkt og: „Vor Guð er borg á bjargi traust") er nokkurs konar andleg herhvöt, verður að syngja lagið bæði hratt og mcð fullum rómi, ef vel skal fara). Þannig eru sum lög, sem þurfa meiri sönghraða cn önnur; þau lög eru að eins fá, sem þola mjög svo seinan söng, en yfir höfuð hcld jeg, að það sje almennur galli á kirkju- söng vorum, að hann crgjörður fjörlaus með ofseinum söng, enda bendir sönghraða- Uíknanin yfir sálmalögum vorum víða til þess að svo sje, og óvíða mun sönghraði í kirkjum vera eins lítill og hjer á landi. Sum lög þola það, að sálmurinn, sem undir þeim er sunginn, ráði nokkru um það, hvort þau eru sungin lítið citt hraðara eða seinna en ráð er fyrir gjört; cn allt af verður þó að gæta þess, að hvorki verði þau svo seint sungin, að þau missi við það lífið og andann, eða svo ört, að hið sálmslega missist. Á þessu er svo mikið vandhæfi, að ekki er öllum til þess trcystanda, að rata hjcr hina rjettu leið. Þá er og þess að gæta, að þótt það sje ekki venja, að setja yfir sálmalögum, hvar þau eigi að syngja fullum, sterkum rjenanda, vaxandi eða veikum rómi o. s. frv., þá er alls ekki þar með sagt, að það eigi að syngja þau mcð þessum jafna saganda sem heyrist svo opt í sumum kirkjum. Hjer getur efni sálmsins opt gefið góðar bendingar (enda mun það vera tilætlunin), og á það opt við, að sama lagið sem annars má syngja fullum rómi, sje sungið bæði lítið citt seinna og með nokkuð veikari rómi; fer það þá eptir því, scm sálmurinn eða tækifærið gcfur tilcfni til. En það, scm umfram allt má aldrci gleymast þeim er í kirkju syngja, er það, að þar er ekki staður til þess að „þcnja sig og spreyta". Þar á hugur og hjarta að vera hafið til Guðs, og því betur scm þctta er innrætt orðið þeim cr syngur, því betur syngur hann líka, því betur verð- ur fórn hans þcgin. Á þetta er engum skyldara cn prestinum að minna söfnuði sína 34 ORGANISTABLADIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.