Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 35

Organistablaðið - 01.12.1991, Blaðsíða 35
og þá, er stýra safnaðarsöngnum, enda mun sú skylda vera þeiin því ljúfari, sem þeir eru umhyggjusamari fyrir söfnuðum sínum. 1) Þaðcr eitt aöalcinkenni enskrasálma yfir höfuð, að þeir cru mjögSVO cinfaldir, innílcgir og hjartan- legir, - trúarinnar sálmar, - sem sér í lagi eru ætlaðir tilfinningunni, frcmur en íhugun skynscminnar. Þessi einkcnni hcfur mjcr virzt aö flest þau lög við þá, scm jcg hef haft færi á að kynna mjcr, hafi líka, en auðvitað cru sum þeirra eigi að síður í vorum íslenzku eyrum cins Ijclcg og sum cru ágæt. Til dæmis um slík lög má benda á í „Viöbæti" J. Helgasonar lagið við sálminn: „Gegnum hættur, gegnum ncyð" (nr. 128), en til þcss að lagið mcgi njóta sín, vcrður að syngja það talsvcrt iljótara en jeg hef hcyrt það sungið, - og í „Nokkur fjórrödduð sálmalög" Rvík 1891: „í fornöld á jörðu var frækorni sáð" (nr. 6), „Jeg heyrði Jcsú himneskt orð" (nr. 7), „ó þá náð, að ciga Jesúm" (nr. 19a), og „Til þín, Drottinn, jcg huga hef (nr. 20). Eru þcssi lög hvert öðru bctra. cinkum þó nr. 20, og hið óviðjafnanlcga, sannkirkju- Icga, nr. 7, eptir hinn fræga Henry Purcell (1658-1659), scm Englcndingar hafa kallað „hinn cnska Orfeus", og sem í mörgu var fyrirmynd hins heimsfræga Handels (Emil Naumann: Illustrirte Musikgcsc- hichte. Berl. und Stuttg. 1885). 18 ára gamall varð hann organisti við Westminster-kirkjuna í Lundún- um. 2) Þegar sálmabókarncfndin fal mjer að sctja lagboða við sálma hinnar nýju sálmabókar, þá var það bæði, að mjer var sá starfi ofvaxinn, þótt jcg leiddist til að taka hann að mjcr, þar sem ncfndin vildi ckki að öðrum lcggja, og svo hitt, aö lagatáknunin var komin í það rugl, að hjcr var víða ckki hægt viðgjörð- ar. En þá bættist og það á, að jeg gat minnstu ráðið um það, hvcr lög mundu tekin verða til sálmanna, þrátt fyrir lagatáknun mína, cinkum til þeirra sálma margra, cr jcg hafði sett yfir: „með sínu lagi". Á þessu vona jeg þó að talsvcrð, cn þó rcyndar hclzt tii lítil bót hafi ráðizt, þcgar hcrra Sigfús Eymundsson gaf út: „Nokkur fjórrödduð sálmalög". 3) Jeg hef opt furðað mig á því, hve sjaldan jcg hcf orðið þcss var, að prcstar Ijctu syngja cinstök vers eða flciri, úr sálmum, þar sem það þó er í augum uppi, að opt á eitt eða flciri vcrs úr sálmi svo cptir- takanlcga við efnið (textans cöa ræðunnar) og við tækifærið, þótt allur sálmurinn cigi alls ekki við þaö. Það er án efa, að minnsta kosti meðfram, til þess að mönnum verði Ijettara fyrir að finna slík vers í sálmabókunum, að sumar útlendar sálmabækur hafa rcgistur, - ckki yfir hvem sálm, heldur - yfir hvert vers í allri bókinni (þannig hcf jcg sjeð bæði sænska og skozka sálmabók), og til dæmis um það, hversu sami sálmurinn gctur að nokkru átt við eitt tækifæriö, aö öðru við annað, má nefna sálminn: „Vcrtu hjá mjcr, halla tckur degi" (nr. 443 í sálmabók vorri (1886). Frumsálmurinn cptir H.F. Lyte, cr í þremur enskum sálmabókum, sem jeg á, (Hymns Ancicnt and modern, Hymns for the church of England, og Hymns for thc church of Skotland), kvöldsálmur, en aðeins 1., 2., 5. og 7. vers, og í einni, aliur (The scottish Hymnal) í flokknum, „trú og von", cn í þeim flokki cr flokksdcildin I, 10 í vorri sálmabók. Organistar á fslandi 15. nóvember 1991 Hér birtist listi yfir starfandi organista á fslandi. Ritncfnd fannst tími til kominn að birta slíkan lista, scrstaklega þar scm útgáfa blaðisins lá svo lengi niðri og ýmsar stöðubreytingar hafa orðið og því ekki verið kynntar. Reynt verður í framtíðinni að geta brcytinga jafnóðum og þær vcrða og eru það tillmæli að tilkynnt sé um slíkt jafn- óðum til Söngmálastjóra, því við birtum aðeins þær breytingar sem staðfestar eru af cmbættinu. Listi þessi er samantckinn af skrifstofu Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og er gcrð- ur samkvæmt þeim upplýsingum sem þangað hafa borist. Það cru vinsamleg tilmæli að þeir organistar eða söngmálastjórafulltrúar sem finna villur í listanum láti Sigur- björgu Hclgadóttur á skrifstofu embættisins sími 91-621100 (opið milli kl. 9 og 12) vita nú þegar. 'ORGANISTABLAÐIÐ 35

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.