Organistablaðið - 01.12.1991, Síða 35

Organistablaðið - 01.12.1991, Síða 35
og þá, er stýra safnaðarsöngnum, enda mun sú skylda vera þeim því ljúfari, sem þeir eru umhyggjusamari fyrir söfnuðum sínum. 1) Það er eitt aöaleinkenni enskra sálma yfir höfuð, að þeir eru mjög svo einfaldir, innilegir og hjartan- Iegir, - trúarinnar sálmar, - sem sér í lagi eru ætlaðir tilfinningunni, fremur en íhugun skynseminnar. Þessi einkenni hefur mjer virzt að flest þau lög við þá, sem jeg hef haft færi á að kynna mjer, hafi líka, en auðvitað eru sum þeirra eigi að síður í vorum íslenzku eyrum eins Ijeleg og sum eru ágæt. Til dæmis um slík lög má benda á í „Viðbæti“ J. Helgasonar lagið við sálminn: „Gegnum hættur, gegnum neyð“ (nr. 128), en til þess að lagiö megi njóta sín, verður að syngja það talsvert fljótara en jeg hef heyrt það sungið, - og í „Nokkur fjórrödduð sálmalög4' Rvík 1891: „í fornöld á jöröu var frækorni sáð“ (nr. 6), „Jeg heyrði Jesú himneskt orð“ (nr. 7), „Ó þá náö, að eiga Jesúrn44 (nr. 19a), og „Til þín, Drottinn, jeg huga hef (nr. 20). Eru þessi lög hvert öðru betra, einkum þó nr. 20, og hið óviðjafnanlega, sannkirkju- lega, nr. 7, eptir hinn fræga Henry Purcell (1658-1659), sem Englendingar hafa kallað „hinn enska Orfeus44, og sem í mörgu var fyrirmynd hins heimsfræga Hándels (Emil Naumann: Illustrirte Musikgesc- hichte. Berl. und Stuttg. 1885). 18 ára gamall varð hann organisti við Westminster-kirkjuna í Lundún- um. 2) Þegar sálmabókarnefndin fal mjer að setja lagboða við sálma hinnar nýju sálmabókar, þá var það bæði, að mjer var sá starfi ofvaxinn, þótt jeg leiddist til aö taka hann að mjer, þar sem nefndin vildi ekki að öðrum leggja, og svo hitt, að lagatáknunin var komin í það rugl, að hjer var víða ekki hægt viðgjörð- ar. En þá bættist og það á, að jeg gat minnstu ráðið um það, hver lög mundu tckin verða til sálmanna, þrátt fyrir lagatáknun mína, einkum til þeirra sálma margra, cr jeg hafði sett yfir: „með sínu lagi44. Á þessu vona jcg þó aö talsverð, en þó reyndar helzt til lítil bót hafi ráöizt, þcgar herra Sigfús Eymundsson gaf út: „Nokkur fjórrödduð sálmalög44. 3) Jeg hef opt furðað mig á því, hve sjaldan jeg hef orðið þess var, að prestar Ijetu syngja einstök vers eða fleiri, úr sálmuin, þar sem það þó er í augum uppi, að opt á eitt eða fleiri vers úr sálmi svo eptir- takanlega við efniö (textans eða ræðunnar) og viö tækifærið, þótt allur sálmurinn cigi alls ekki við það. Þaö er án efa, að minnsta kosti meðfram, til þess að mönnum verði Ijettara fyrir að finna slík vers í sálmabókunum, að sumar útlendar sálmabækur hafa registur, - ekki yfir hvern sálm, heldur - yfir hvert vers í allri bókinni (þannig hef jeg sjeð bæði sænska og skozka sálmabók), og til dæmis um það, hversu sami sálmurinn getur að nokkru átt við eitt tækifærið, að öðru við annað, má nefna sálminn: „Vertu hjá mjer, halla tekur degi44 (nr. 443 í sálmabók vorri (1886). Frumsálmurinn cptir H.F. Lyte, er í þremur enskum sálmabókum, sem jeg á, (Hymns Ancient and modern, Hymns for the church of England, og Hymns for the church of Skotland), kvöldsálmur, en aðeins L, 2., 5. og 7. vers, og í einni, allur (The scottish Hymnal) í flokknum, „trú og von44, en í þeim flokki er flokksdeildin I. 10 í vorri sálmabók. Organistar á íslandi 15. nóvember 1991 Hér birtist listi yfir starfandi organista á íslandi. Ritnefnd fannst tími til kontinn að birta slíkan lista, sérstaklega þar sem útgáfa blaðisins lá svo lengi niðri og ýmsar stöðubreytingar hafa orðið og því ekki verið kynntar. Reynt verður í framtíðinni að geta breytinga jafnóðum og þær verða og eru það tillmæli að tilkynnt sé um slíkt jafn- óðum til Söngmálastjóra, því við birtum aðeins þær breytingar sem staðfestar eru af cmbættinu. Listi þessi er samantekinn af skrifstofu Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar og er gerð- ur samkvæmt þeim upplýsingum sem þangað hafa borist. Það cru vinsamleg tilmæli að þeir organistar eða söngmálastjórafulltrúar sem finna villur í listanum láti Sigur- björgu Helgadóttur á skrifstofu embættisins sírni 91-621100 (opið milli kl. 9 og 12) vita nú þegar. 'ORGANISTABLAÐIÐ 35

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.