Organistablaðið - 01.07.1993, Side 1

Organistablaðið - 01.07.1993, Side 1
ORGANISTABIAÐIÐ l.tbl. JÚ1Í 1993 24. árg Tímamót í íslenskri tónlistarsögu Frá því er síðasta tölublað organistablaðsins kom út hefur hver stórviðburðurinn rekið annan. Ber þar að sjálfsögðu hæst vígslu og tilkomu nýja Klais-orgelsins í Hallgrímskirkju. Hversu margir af frumherjunum hefðu ekki viljað lifa þann dag? Það blandast engum hugur um það, að með þessu orgeli er blað brotið í íslenskri menningarsögu. Þetta hljóðfæri með öllum sínum möguleikum mun án vafa færa okkur að lindum hins fegursta, vandaðasta og besta sem til er í öllu því sem skrifað hefur verið fyrir orgel. Þannig hafa íslenskir orgelleikarar fengið tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og margir þeirra haldið frábæra tónleika á það. Þekktir erlendir gestir hafa einnig komið við sögu og opnað áheyrendum heim sem þá aðeins grunaði að væri til, þekktu hann af afspurn. Þá skal ekki gleymt hve vel orgeltónleikar hafa verið sóttir og að fjöldi þeirra manna sem þá sækir fer stöðugt vaxandi. í vikunni eftir vígsludaginn voru haldnir tvennir tónleikar á dag í fimm daga á vegum F.Í.O. og gekk greiðlega að manna þá. Mikið og óeigingjamt starf hefur hvílt á herðum Harðar Áskelssonar og skal honum og íslenskri organistastétt óskað til hamingju með þetta glæsilega hljóðfæri. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum að þrjú orgel skyldu vígð sama daginn á íslandi. Þetta gerðist 13. desember síðastliðinn. Síðan hafa fleiri orgel komið til. Vissulega ber þetta vott um grósku, en huga þarf samt betur að organistum. Þeir eru of fáir og ekki mikið af ungu fólki sem hyggst leggja þetta fyrir sig. Vonandi heldur áfram stöðugt tónleikahald og sú uppsveifla sem átt hefur sér stað í Hallgrímskirkju og víðar sem verkað gæti hvetjandi á ungt fólk til að hefja nám í kirkjutónlist. Kjartan Sigurjónsson

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.