Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 3
Sigurður G. ísólfsson, minning Fæddur 10. júlí 1908, dáinn 31. júlí 1992. Þegar fregnir berast um andlát kærra vina og velgjörðarmanna setur menn hljóða, um hugann fara myndir og löngu liðnir atburðir rifjast upp. Allt tengist það samferðamanninum kæra sem nú hefur lagt upp í sína hinstu för. Segja má að hugurinn hverfi langt aftur í tímann, á vit þeirrar veraldar sem einu sinni var og aðeins lifir í minningunni. Þannig varð mér við þegar ég frétti lát vinar míns, Sigurðar G. ísólfssonar. Fjörutíu ára kynni höfðuin við átt, þar sem Sigurður var alltaf gefandi, en ég þiggjandi. Tvö orð koma mér fyrst í hug er ég minnist Sigurðar ísólfssonar, en það eru orðin hlýja og velvild. Mér kemur fyrst í huga, þegar ég sá Sigurð í fyrsta skipti. Það var á páskadagsmorgunn árið 1950, við morgunguðsþjónustu í troðfullri kirkju. Mér varð starsýnt á þennan mann og hlustaði hugfanginn á tónana í orgeli Fríkirkjunnar sem han lék á. Persónueinkennunum í orgelspili Sigurðar við guðsþjónustur í Fríkirkjunni, verður ekki lýst með orðum, stemningarnar sem hann skapaði, verða öllum er reyndu, ógleymanlegar stundir hughrifa og göfgi. önnur mynd kemur fram í hugann, þegar við gengum til prestsins í Fríkirkjunni, minn árgangur. Við komum snemma til spurninga, Sigurður var að æfa sig á orgelið. Hann kallaði á okkur upp á söngloftið, sýndi okkur orgelið og lék fyrir okkur á það. Við þurftum margs að spyrja og hann leysti úr öllum þeim spurningum á máli sem við skildum fullkomlega. Ég held að þá hafi fyrst kviknað áhugi hjá mér á að neina orgelleik. Ég sótti mjög guðsþjónunstur í Fríkirkjunni á þessum árum, sat jafnan uppi þar sem ég gat séð hverja hreyfingu Sigurðar. Mörgum árum síðar sagði hann við mig að hann hefði fylgst með inér þar sem ég sat og fundist hann þekkja mig þótt við skiptumst ekki á orðum. Arin liðu og ég hafði hafið nám hjá dr. Páli, bróður hans. Vetrarpart þurfti Páll að fara utan og fól Sigurði að annast kennslu nemenda sinna. Þá kynntist ég Sigurði best og minnist þessa tíma með miklu þakklæti. Við fundum öll hve annt Sigurði var um að við næðum sem bestum árangri og mörg þau heilræði sem hann gaf okkur hafa nýst okkur vel í starfi. Hann talaði mjög um starf kirkjuorganleikarans, þátt hans í guðsþjónustunni og miðlaði þar af langri reynslu. Við fórum snemma út á starfsakurinn og fundum að það sem hann hafði sagt okkur um samviskusemi og stundvísi var rétt og nauðsynlegt. Það var ekki lítils virði, fyrir unga menn, að hefja störf sem organistar í kirkjum og vita að alltaf mátti leita til Sigurðar með ráðleggingar og fágætar nótur. Hann átti mikið safn nótna, hélt því öllu saman í mikilli reglu, vissi alltaf hvort hann átti viðkomandi 3 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.