Organistablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 5

Organistablaðið - 01.07.1993, Qupperneq 5
Aðalfundur Félags íslenskra organleikara Hallgrímskirkju sunnudaginn 27. september 1992 kl. 20. Útdráttur úr fundargerð. Formaður félagsins, Kjartan Sigurjónsson, setti fundinn og skipaði Ólaf Sigurjónsson fundarstjóra. Formaður byrjaði á því að minnast látinna félaga, þeirra Guðmundar Gilssonar og Sigurðar G. g9 Isólfssonar. Fundarmenn risu úr sætum í heiðursskyni. Sigurður G. ísólfsson arfleiddi FÍO að öllum nótum sínum. ' Skýrslur Formaður fjallaði um undirbúning og framkvæmd Norræna kirkjutónlistarmótsins í júní 1992. Hann þakkaði Erlu Elínu Hansdóttur góð störf við framkvæmd mótsins. Síðan fjallaði formaður um Organistablaðið og líflega útgáfustarfsemi síðasta ár. Hann þakkaði sérstaklega Jóni Ólafi Sigurðssyni góð störf, bæði við útgáfuna og endurprentun eldri árganga. Sagt var frá ráðstefnu presta og organista um tónlist við sérathafnir í janúar 1992. Ráðstefnan var vel heppnuð og menn almennt sammála um að breytinga væri þörf. Samsetning lista með tónverkum sem þykja hæfa þessum atliöfnum er þörf. Gjaldkeri, Kristín Jóhannesdóttir, skýrði reikninga. Tekjur voru alls 810.978 kr. en gjöld samtals 709.985 kr. og því rekstrarafgangur um 101.000 kr. Eigið fé félagsins 16. september 1992 var 214.975 kr. Erla Elín Hansdóttir sagði frá norræna kirkjutónlistarmótinu, umfangi, framkvæmd og þátttöku. Alls tóku um 570 manns þátt í mótinu, þar af um 80 virkir þátttakendur. Umræður spunnust aðeins um reikninga félagsins en síðan voru skýrslur þcssar samþykktar. Fundarmenn skoðuðu orgel Hallgrímskirkju, sem var í uppsetningu um þessar mundir, og þreifuðu á hljómborðum. Formaður bar upp tillögu um ályktun um orgelmál Bessastaðakirkju, þar sem aðalfundur hvatti stjórn FlO til að beita sér fyrir átaki á orgelmálum kirkjunnar. Var tillagan samþykkt. Tillaga um að gera Áskel Jónsson, fyrrverandi orgelleikara Glerárkirkju, að heiðursfélaga FÍO var samþykkt. Tillaga um að árgjöld FÍO yrðu með sama hætti og hingað til var samþykkt. Lagabreytingar Tillaga formanns um lagabreytingar sbr. fundarboð þessa fundar um að 6. grein laga fengi viðbótina „eigi síðar en í september" var samþykkt samhljóða. Hljómar því greinin svona „Aðalfund skal halda eigi síðar en í september ár hvert og boða sérstaklega skriflega með hálfs mánaðar fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal vera skv. almennum reglum um fundarsköp. Aðalfundur er lögmætur ef hann cr löglega boðaður." 5 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.