Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 6
Kosningar Úr stjórn gengu Kjartan Sigurjónsson og Helgi Bragason og Gróa Hreinsdóttir úr varastjórn. Formaður var endurkjörinn með lófataki, Helgi Bragason baðst undan endurkjöri og í hans stað var kosin Sigrún Steingrímsdóttir, organisti Árbæjarkirkju. Gróa Hreinsdóttir var endurkjörin sem varamaður. Smári Ólason og Kristán Sigtryggsson voru kosnir endurskoðendur. Önnur mál Hilmar Örn Agnarsson, organisti Skálholtskirkju, spurði hvort til væri erindisbréf um starf organista. Um þetta mál spannst töluverð umræða. Ekki væri til samræmt erindisbréf, því aðstæður væru mjög ólíkar í söfnuðum, en sumir organistar hefðu þó slík bréf. Helgi Bragason sagði frá vinnu við undirbúning erindisbréfs í Kjalarnesprófastsdæmi sem myndi brátt ljúka. Þar verður reynt að miða við punktakerfið sem er í kjarasamningi FÍO fyrir organista í Reykjavíkurprófastsdæmi, og á að henta ólíkum stöðustærðum. Organistar úr Kjalarnesprófastsdæmi lögðu áherslu á að samningamál þeirra yrðu leidd til lykta á vettvangi FÍO. Var samþykkt ályktun þess efnis að stjórnin beindi því til félagsmanna að þeir sendu stjórn FÍO einstök erindisbréf og/eða starfssamninga við sóknarnefndir til umsagnar áður en þeir staðfestu slfka samninga. Hilmar Örn Agnarsson, Sigurbjörg Helgadóttir og Ferenc Utassy voru kosin í ritstjórn Organistablaðsins. Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri lýsti ánægju sinni með störf félagsins að undanförnu. Hann sagði frá organistanámskeiði í ágúst sl. og dreifði námsefni námskeiðsins til fundarmanna. Ferenc Utassy sagði frá komu Melindu Kistéteny, tónfræðings frá Budapest, til íslands nú í haust. Formaður þakkaði fundarmönnum traust og fundarsetu en fundinn sat 21 félagsmaður og einn gestur. Fundi slitið kl. 23.30 Fundarritari: Hörður Askelsson 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.