Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 8
í Fella- og Hólakirkju flutti Kór Akureyrarkirkju íslenska kórtónlist og kór- og orgelverk eftir Mendelssohn, Peeters, Fauré og Franck. Stjórnandi var Björn Steinar Sólbergsson en Antonia Hvesi, organisti á Siglufirði, lék á orgelið. Dómkórinn hélt síðan vortónleika sína í Dómkirkjunni og flutti þar tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, Jakob Hallgrímsson, Franck, Thiele, Britten og Eben, stjórnandi var Marteinn H. Friðriksson. Dagskrá í Hallgrímskirkju í Hallgrímskirkju voru alls 5 orgeltónleikar og einir tónleikar þar sem flutt var tónlist eftir franska tónskáldið Maurice Duruflé. Sunnudaginn 29. maí flutti Svíinn Hans Fagius verk eftir J.S. Bach og þau verk sem hlutu 1. og 2. sæti í orgelverkasamkeppninni. 31. maí flutti Hans-Dieter Möller spænska orgeltónlist og einnig lék hann af fingrum fram hugleiðingu um hvítasunnustef. Þriðjudaginn 1. júní lék franski organistinn Daniel Roth orgelverk eftir César Franck og Widor. Þá lék hann af fingrum fram með upphafsstef íslensku sálmanna Víst ertu, Jesú, kóngur klár og Gefðu að móðurmálið mitt en stefin fékk hann í hendur rétt áður en tónleikarnir byrjuðu. 2. júní fluttu Mótettukór Hallgrímskirkju og Daniel Roth tónlist eftir Maurice Duruflé; Prelúdíu úr Svítu fyrir orgel, 4 mótettur við gregorsk stef og Sálumessu fyrir einsöngvara kór og orgel. Stjórnandi var Hörður Áskelsson. Einsöngvarar voru þau Rannveig Bragadóttir og Michael Jón Clarke og Inga Rós Ingólfsdóttir lék á selló. Föstudaginn 4. júní flutti Almut RöBler síðasta orgelverk franska tónskáldsins Olivier Messiaen Bókina um heilagt sakramenti. Þetta verk tekur um tvær klukkustundir í flutningi. Almut RöBler er mjög þekkt fyrir túlkun sína á tónlist Messiaens og var mikill fengur að fá hana til að flytja þetta verk hér. Á undan tónleikunum fjallaði séra Kristján Valur Ingólfsson um þá texta sem Messiaen lagði til grundvallar í verkinu og á eftir tónleikunum var kærleikssamvera um sakramentið þar sem Almut RöBler sagði m.a. frá verkinu og vinnu sinni með Messiaen. Fimmtu tónleikarnir voru síðan sunnudaginn 6. júní en þar lék Hörður Áskelsson orgelverk eftir Pál ísólfsson og Tokkötu eftir Jón Nordal sem hann samdi í minningu Páls. Þýðing kirkjulistahátíðar Almennt var gerður góður rómur að dagskrá Kirkjulistahátíðar og má vísa þar m.a. í grein sem Jón Asgeirsson skrifaði í Morgunblaðið miðvikudaginn 9. júní 1993 þar sem hann fjallar um hátíðina og hvaða þýðingu hún hefur fyrir kirkjuna og listsköpun innan hennar. Yfirstjórn Kirkjulistahátíðar var í höndum séra Guðmundar Þorsteinssonar og séra Jóns Dalbú Hróbjartssonar, prófasta Reykjavíkurprófastsdæma, dr. Hjalta Hugasonar, formanns Listvinafélags Hallgrímskirkju og Ingimundar Sigfússonar fyrir hönd biskups íslands. Framkvæmdastjórn hátíðarinnar var í höndum Harðar Áskelssonar, Jóhanns Björnssonar, Þóru Kristjánsdóttur, dr. Gunnars Kristánssonar og Jóns Stefánssonar en framkvæmdastjóri var Ásta Hrönn Maack. Kirkjulistahátíð hafði starfsaðstöðu í Hallgrímskirkju. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.