Organistablaðið - 01.07.1993, Page 9

Organistablaðið - 01.07.1993, Page 9
Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju 2. - 9. maí 1993 Kirkjulistavika er orðin hefð á Akureyri. í fjölskyldumessu við setningu vikunnar söng Barnakór Akureyrar undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Kórinn var stofnaður síðastliðið haust og er augljós vottur um þá grósku sem á sér stað í starfi barnakóra við kirkjumar. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri tóku einnig þátt í messunni. Þá var helgihald þessa viku með hátíðarblæ. Aftansöngur var sunginn og fyrirbænaguðsþjónustur voru haldnar. í safnaðarheimili kirkjunnar var sýning á kirkjumunum á vegum Minjasafnsins á Akureyri og voru sýndir munir eftir feðgana Hallgrím Jónsson og Jón Hallgrímsson frá Naustum. Þeir voru mikilvirkir á sínu sviði, Hallgrímur sjálflærður en Jón sonur hans lærði í Kaupmannahöfn. Fyrsta verk hans að námi loknu var að mála Hóladómkirkju að innan. Sinfóníuhljómsveit Islands hélt tónleika í Akureyrarkirkju og flutti þar Sinfóníu nr. 4 eftir Mendelssohn og trompetkonsert eftir Joseph Haydn. Stjórnandi var Páll P. Pálsson og einleikari Eiríkur Öm Pálsson. Blásarakvintett Reykjavíkur hélt tónleika í kirkjunni á vegum Tónlistarfélags Akureyrar. Þar var m.a. frumflutt tónverk fyrir tréblásarakvintett og sópraneinsöngvara eftir Jón Hlöðver Áskelsson sem hann samdi sérstaklega fyrir Kirkjulistavikuna. Það var Margrét Bóasdóttir sem söng með kvintettinum. Signý Pálsdóttir og Séra Hannes Örn Blandon, sóknarprestur í Eyjafjarðarsveit, tóku saman dagskrá til heiðurs Hallgrími Péturssyni og minningu hans. Var dagskráin í samvinnu Leikfélags Akureyrar og Kórs Akureyrarkirkju. Þá fjallaði hann um séra Hallgrím í opnu húsi fyrir aldraða. Laugardaginn 8. maí hélt Hörður Áskelsson hádegistónleika í Akureyrarkirkju. Hann flutti m.a. verk eftir Pál ísólfsson og Snerlur eftir Þorkel Sigurbjörnsson. í framhaldi af tónleikunum var málþing um tónlist í kirkjunni þar sem Hörður Áskelsson, . Kristján Valur Ingólfsson og Þorkell Sigurbjörnsson fluttu erindi og á eftir voru pallborðsumræður. Vikunni lauk með tónleikum Kammersveitar Akureyrar og Kórs Akureyrarkirkju þar sem Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði flutningi á Pelleas og Mélisande og Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Kóramót kirkjukóra Reykjavíkurprófastsdæmis eystra 25. október 1992 Sunnudaginn 25. október 1992 var að tilhlutan prófastsins í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Guðmundar Þorsteinssonar, haldið kóramót í Fella- og Hólakirkju. Allir kirkjukórar prófastsdæmisins sungu bæði hver í sínu lagi og allir saman. Almenn ánægja var með þetta framtak og tókust góð kynni á milli kóranna vegna undirbúnings og æfinga íyrir mótið. Hugmyndin er að gera þetta að árvissum atburði og er stefnt að örðu kirkjukóramóti haustið 1993. 9 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.