Organistablaðið - 01.07.1993, Page 12

Organistablaðið - 01.07.1993, Page 12
Kóramót þetta heppnaðist í alla staði mjög vel og ber að þakka Vestmannaeyingum vel fyrir allan undirbúning og móttökur. Ekki er vafi á því að kóramót sem þetta rennir stoðum undir starfsemi kirkjukóranna og er kórfélögum um leið mikið tilhlökkunarefni. Úr frétt Siguróla Geirssonar, organista Grindarvt'kurkirkju. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Fyrstu tónleikar á nývígt konsertorgel Hallgrímskirkju voru strax á vígsludegi 13. desember 1992. Þá lék Hörður Áskelsson á orgelið tónlist eftir Pedro de Araujo, Fran^ois Couperin, Johann Sebastian Bach, César Franck og Pál ísólfsson. Þá frumflutti hann og verkið Snertur fyrir Hörð og nýja orgelið eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Verkið er í fimm samfelldum þáttum. Aðsókn að tónleikunum var svo mikil að þeir voru endurteknir 16. desember. Strax á mánudeginum 14. desember lék prófessor Hans-Dieter Möller frá Dússeldorf í Þýskalandi aðventu- og jólatónlist á nýja orgelið. Hann flutti verk eftir Johann Gottfried Walther, Camille Saint-Saéns, Johann Sebastian Bach, Olivier Messiaen og Claude Balbastre. Þá lék hann af fíngrum fram Fantasíu og passagaglíu um sálminn Gjör dyrnar breiðar, Itliðið hátt og fantasíu um evrópska jólasöngva. Vikuna eftir vígslu orgelsins léku félagar úr Félagi íslenskra organleikara á það bæði kl. 12 og kl. 18. Þannig voru 12 tónleikar haldnir í kirkjunni strax á fyrstu viku nývígðs orgelsins. Auk þess var orgelið kynnt, m.a. fyrir skólanemum. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur svo staðið fyrir fjórum orgeltónleikum núna eftir áramótin þar sem nokkrir helstu orgelleikarar þjóðarinnar hafa flutt orgeltónlist innlendra og erlendra tónskálda. Voru tónleikar þessir liður í að kynna nýja Klais-orgelið en ekki síður að kynna orgeltónlist fyrir stærri hópi fólks. Þann 31. janúar lék Björn Steinar Sólbergsson franska orgeltónlist eftir Charles M. Widor, Olivier Messiaen og Maurice Duruflé. 28. febrúar lék Ragnar Björnsson tónlist eftir Franz Liszt og Olivier Messiaen. 28. mars lék Marteinn H. Friðriksson tónlist eftir Pál ísólfsson, Felix Mendelssohn-Bartholdy, Johann Sebastian Bach, Jón Leifs og César Franck. 2. maí kl. lék Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar, orgelverk eftir Bach, Pál ísólfsson o.fl. Ragnar Björnsson á tónleikum Undanfarið hefur Ragnar Björnsson haldið nokkra tónleika. Fyrst er til að nefna tónleikaröð á Norðurlandi vestra en í lok mars 1991 hélt hann tónleika á Ólafsfirði, Dalvflc, Sauðárkróki, að Hólum og á Hvammstanga. Á tónleikunum lék hann blandaða efnisskrá, annars vegar verk eftir J.R. Sweelinck, J.S. Bach og Bach-Vivaldi konsertinn og hins vegar verk eftir K. Nystedt, F. Liszt, Þorkel Sigurbjömsson, C. Franck og sjálfan sig. Þá hefur hann leikið á tveimur tónleikum í Selfosskirkju, í byrjun árs 1992 og 1993 og í bæði skiptin verið með efnisskrá eingöngu eftir J.S. Bach. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.