Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 13

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 13
Á degi tónlistargyðjunnar, heilagrar Sesselíu, 22. nóv. 1993 lék Ragnar svo á tónleikum í Kristskirkju verk eftir tónskáld sem ættuð eru úr Húnavatnssýslum. Þetta voru tvö ný verk eftir systkinin Báru og Lárus H. Grímsbörn , Jón Nordal, Jón Leifs og hann sjálfan. Þá lék Ragnar á tónleikum í Hallgrímskirkju í febrúar 1993 og er þeirra tónleika getið annars staðar í þessu blaði. Organistablaðið, 1. tlb. júlí 1993, 24. árg. Útgefandi: Félag íslenskra organleikara, Kjartan Sigurjónsson formaður, ábyrgðarmaður. Ritstjórn OrganistablaOsins: Ferenc Utassy s. 91-75739, Hilmar Örn Agnarsson, s. 98-68702, Sigurbjörg Helgadóttir s. 91-77388 Ritstjóri: Erla Elín Hansdóttir, s. 91-37443, fax: 91-617805. Stjórn FÍO: Kjartan Sigurjónsson formaður, Hörður Áskelsson ritari, Kristín Jóhannesdóttir gjaldkeri, Björn Steinar Sólbergsson og Sigrún Steingrímsdóttir meðstjórnendur. Varamenn eru Gróa Hreinsdóttir og Marteinn H. Friðriksson. Ritstjórnarfrestur fyrir næsta blað, sem helgað verður minningu Páls Isólfssonar, er til 15. september 1993. Efni í blaðið berist ritstjórn eða ritstjóra fyrir þann tíma. Stefna ritstjórnar er að birta yfirlit um tónleika á næstunni eftir því sem vitað er. Þetta á ekkert síður við um væntanlega tónleika á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, bæði kór- og orgeltónleika. Vinsamlega sendið því upplýsingar um slíkt. Upplýsingar um útgáfustarfsemi ýmiss konar, svo sem upptökur og nótnabækur eru vel þegnar. Filmuvinna: Prentþjónustan - Prentun: Hagprent 13 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.