Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 14
Ný orgel: Nýtt 72 radda orgel í Hallgrímskirkju Hinn 13. desember 1992 var merkur dagur í sögu kirkjutónlistar á íslandi. Þá voru vígð ný orgel í þremur íslenskum kirkjum. { Lágafellskirkju í Mosfellsbæ var vígt 14 radda orgel smíðað af Björgvini Tómassyni og í Neskaupstað var vígt 17 radda orgel smíðað af P. Bruhn & S0n í Danmörku. Sagt er frá þessum orgelum á öðrum stað í blaði þessu. Þá var stærsta orgel íslands vígt í Hallgrímskirkju, 72 radda orgel, smíðað af Klais orgelsmiðjunni í Bonn í Þýskalandi. Saga orgels Hallgrímskirkju Orgel í Hallgrímskirkju á sér langa sögu. Hugmynd um stórt orgel virðist hafa fæðst með fyrstu hugmyndum um kirkju á Skólavörðuhæð upp úr síðustu aldamótum. Árið 1940 var Dómkirkjuprestakalli skipt og voru þá fjórar sóknir í Reykjavík, þ.e. Dómkirkju-, Nes-, Hallgríms- og Laugarnesprestakall. 1945 var svo hafist handa við að reisa Hallgrímskirkju og árið 1948 var kórkjallarinn vígður sem kapella hins unga safnaðar, sem áður hafði sótt guðsþjónustur í bíósal Austurbæjarskóla. Árið 1956 var keypt 14 radda tékkneskt Rieger-Kloss orgel og sett upp þar. Það var Kvenfélag Hallgrímskirkju sem stóð að þeim kaupum. Bygging Hallgrímskirkju hélt áfram og þegar farið var að reisa turninn í byrjun 7. áratugarins var farið að ræða um staðsetningu orgelsins. Niðurstaðan þá varð sú að stefnt skyldi að því að það yrði staðsett inni í turninum, uppi á palli, en orgelstúkan yrði á gólfinu með aðstöðu fyrir kór og hljóðfæraleikara umhverfis. Þegar kirkjusalurinn í suðurálmu turnsins var vígður árið 1974 var Rieger-Kloss orgelið flutt þangað. Th. Frobenius og S0nner Orgelbyggeri í Danmörku smíðuðu árið 1985 tíu radda orgel fyrir kirkjusalinn og var það vígt á þriðja sunnudegi í aðventu það ár. Hið hljómfagra Frobeniusar-orgel var síðan flutt í kirkjuskipið stóra fyrir vígslu Hallgrímskirkju og hljómaði þar í fyrsta skipti á vígsludegi 26. október 1986. Núna gegnir það hlutverki kórorgels. Stærð, staðsetning og orgelsmiður Þegar hilla tók undir vígslu stóra kirkjuskipsins fór að koma skriður á umræðuna um smíði stórs konsertorgels og þá fyrst sérstaklega varðandi staðsetningu þess og umfang. Var m.a. haldinn langur vinnufundur í kirkjunni þar sem hljómburðarfræðingur var fenginn frá Þýskalandi til að fjalla um þessi mál. Síðari hluta árs 1987 var endanlega ákveðið að orgelið skyldi vera 70 raddir, fjögur nótnaborð, handstýrt með rafstýrðu raddvali og staðsett í turnopi fyir kirkjudyrum. Þrjú tilboð bárust í smíðina; frá Th. Frobenius og S0nner í Danmörku, Klais Orgelbau í Þýskalandi og Rieger Orgelbau í Austurríki. Sóknarnefnd skipaði sérstaka nefnd sérfræðinga um val orgelsins. Hlutverk nefndarinnar var að taka faglega afstöðu til þeirra, gera samanburð á teikningum og raddvali og að miðla öllum hugsanlegum upplýsingum um orgelsmíðina. Að vandlega athuguðu máli komst nefndin að þeirri niðurstöðu að taka ætti tilboði Klais- orgelsmiðjunnar og í mars 1988 ákvað sóknarnefnd Hallgrímskirkju að ganga til samninga við Klais-orgelsmiðjuna í Bonn. Næstu mánuðir fóru í útlitshönnun orgelsins og umgjörðar þess og voru samningar við Klais um smíði orgelsins undirritaðir 31. október 1989. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.