Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 15
Uppsetning Þann 4. júlí 1992 var svo komið að uppsetningu orgelsins í kirkjunni. Smíði orgelhússins lauk um miðjan september og þá var einnig búið að koma fyrir um einum þriðja hluta af þeim 5.275 pípum sem eru í orgelinu. Þá tók við stilling og lokafrágangur og var þeirri vinnu lokið í byrjun desember. Sunnudaginn 13. desember 1992 var Klais- orgelið vígt í guðsþjónustu og síðar sama dag voru vígslutónleikar þar sem organisti kirkjunnar, Hörður Áskelsson, lék á orgelið. Lýsing á orgelinu Hvernig má svo lýsa orgelinu í stuttu máli? Það hefur 4 nótnaborð og fótspil, er handstýrt með rafstýrðu raddvali. Það hefur 72 raddir, 128 forvalsmöguleika og fjóra forvalsmöguleika fyrir hvert nótnaborð. Það er 15 metra hátt og vegur um 25 tonn. Raddskipan þess tekur sérstaklega mið af þörfum franskrar orgeltónlistar og þýskrar barokktónlistar. Hvernig reynist orgelið og hvaða áhrif hefur koma þess haft á trúar- og tónlistarlíf kirkjunnar? Þar skal fyrst nefnt að áhrif þess voru þegar merkjanleg fyrir vígslu þess. Þegar koma orgelsins var undirbúin var gengið endanlega frá öllu tumrými kirkjunnar og um leið gerð ýtarleg úttekt á hljómburði hennar. Fastir kirkjubekkir voru settir í stóran hluta kirkjuskipsins sem ásamt með sérstökum ísogsflekum í lofti hliðarskipa og fyrir ofnum höfðu áhrif á hljómgunina. Eftir þessar framkvæmdir og með tilkomu orgelsins er lengsti eftirhljómur um 4 sekúndur en var áður 8 sekúndur. Tilkoma orgelsins hefur valdið ýmsum nýungum í starfi kirkjunnar. Frá því um áramót var messuhald með nokkuð öðru sniði en verið hafði. í stað þess að félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju skiptu á milli sín að leiða almennan messusöng í hverri morgunmessu á sunnudögum, söng kórinn allur við messu fyrsta sunnudag í mánuði. Þá söng hann líka aftansöng þann dag. Annan sunnudag í mánuði leiddi hópur úr unglingastarfi kirkjunnar messusönginn. Þriðja sunnudaginn söng barnakór kirkjunnar og fjórða sunnudaginn var orgelmessa, en þá var annað hvort hafður einn eða örfáir forsöngvarar. Það gefur auga leið að notkun stóra orgelsins miðast við aðstæður hverju sinni og kórorgelið t.d. töluvert notað með unglingahópnum og barnakórnum. Þegar orgelið er notað með stórum kór, þarf að staðsetja hann yst á kirkjugólfi og kemur þá sjónvarpskerfi orgelsins í góðar þarfið við að samtengja stjórnanda og orgelleikara. Við útfarir má koma 10 manna sönghóp fyrir í orgelstúkunni. Reynslan hefur sýnt að samspil hljómsveitar, kórs og orgelsins er engum vandkvæðum bundið. 15 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.