Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 19
íslenskt pípuorgel í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ Sunnudaginn 13. desember 1992 var nýtt pípuorgel vígt í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Það var Björgvin Tómasson, orgelsmiður í Mosfellsbæ, sem smíðaði orgelið. Þetta er áttunda orgelið sem hann smíðar en hann er með verkstæði í fjósinu á Blikastöðum þar í bæ. Orgelið er 14 radda, handstýrt (mekanískt) með tvö nótnaborð og fótspil. Orgelhúsið er úr mahoní. Björgvin vann alla tónmyndun og stillingu sjálfur. Það var séra Bragi Friðriksson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi sem vígði orgelið og Guðmunur Óskar Ólafsson, organisti Mosfells- og Lágafellskirkna, sem lék á það í vígslumessunni. Miðvikudaginn 16. desember voru síðan vígslutónleikar haldnir og lék Marteinn H. Friðriksson dómorganisti þá á orgelið. Raddskipan I Aðalverk C - g3 II Svelliverk c-g3 Fótspil C - r1 Prinzipal 8' Gedekt 8' Subbass 16' Rörgedekt 8' Rörflauta 4' Bourdon 8' Oktava 4' Prinzipal 2' Choralbass 4' Blokkflauta 2' Quinte 1 1/3' Sesquialtera, 2f frá gf Obo 8' Tengi: Mixtúra 3f n-i, n-p, i-p 19 ORGANISTABLAÐID

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.