Organistablaðið - 01.07.1993, Page 21

Organistablaðið - 01.07.1993, Page 21
Sunnlenskt pípuorgel vígt í sunnlenskri kirkju Sunnudaginn 14. inars 1993 var nýtt pípuorgel vígt í Víkurkirkju í Mýrdal. Það var Ketill Sigurjónsson, orgelsmiður í Forsæti í Villingaholtshreppi, sem smíðaði það. Orgelið er 11 radda, handstýrt (mekanískt) og smíðað í klassískum stíl með tveimur nótnaborðum og fótspili. Orgelhúsið er úr gegnheilli amerískri hnotu. Við tónmyndun og stillingu naut Ketill aðtoðar Albrechts Bucholtz og nema hans Jens Kristensens frá Marcussen & Spn í Danmörku. Aðdranganda að smíði orgelsins má rekja aftur til ársins 1984, þegar Víkurkirkja varð 50 ára. Þá var stofnaður sjóður til minningar um feðgana Sigurjón Kjartansson, fyrrv. kaupfélagsstjóra, organista og tónskáld í Vík, og Kjartan Sigurjónsson, sem lést langt um aldur fram 1945 í London, þar sem hann var við söngnám. Árið 1990 gaf Ólafur Jónsson í Vík síðan veglega gjöf til minningar um dóttur sína Sigríði, fyrrverandi organista Víkurkirkju og þar með hófst smíði orgelsins af fullum krafti. Þá hafa fjölmargir aðrir fært sjóðnuin veglegar gjafir en markmið orgelsjóðs Víkurkirkju var að kaupa vandað hljóðfæri í kirkjuna svo unnt yrði að flytja þar hin bestu tónverk til ómetanlegs menningarauka fyrir Mýrdalinn og nágrenni hans. Raddskipan I Aðalverk C - g3 II Svelliverk c - g3 Fótspil C - f1 Prinsipal 4' Bordún 8' Subbassi 16 Rörflauta 8’ Gemshorn 4' Bassaflauta 8’ Spíssflauta 2' Prinsipal 2' Mixtúra 1 1/3' - 3f Kvinta 1 1/3' Tengi: Dúlsían 8' I-P, II-P, I-II, II-I 21 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.