Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 24

Organistablaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 24
Hljómdiskur til fjáröflunar fyrir orgelsjóð Síðastliðið haust kom út hljómdiskur þar sem Kór Langholtskirkju syngur sígild íslensk dægurlög í nýjum útsetningum. Með kórnum syngur valinkunnt lið íslenskra söngvara. Utgefandi hljómdisksins er Orgelsjóður Langholtskirkju og rennur allur hagnaður af sölunni í sjóðinn. Áður hefur Kór Langholtskirkju gefið út hljómdiskana Barn er oss fœlt með jólalögum frá ýmsum löndum og Jóhannesarpassíuna eftir Johann Sebastian Bach, en það er upptaka frá tónleikum í Langholtskirkju í apríl 1987. Tónleikar í sumar: Sumartónleikar á Norðurlandi verða 1. júlí - 1. ágúst. Sumarkvöld við orgelið nefnist orgeltónleikaröð sem verður í Hallgrímskirkju á sunnudagskvöldum í júlí og ágúst kl. 20.30. Sumartónleikar í Skálholti verða núna haldnir 19. árið í röð. f Selfosskirkju verða orgeltóleikar alla þriðjudaga í september. Fimmtudagur 1. júlí: Raufarhafnarkirkja kl. 21: Margrét Bóasdóttir sópran, Sophie Schoonjans harpa, Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Föstudagur 2. júlí: Svalbarðskirkja í Þistilfirði kl. 21: Margrét Bóasdóttir sópran, Sophie Schoonjans harpa, Bjöm Steinar Sólbergsson orgel. Laugardagur 3. júlí: Reykjahh'ðarkirkja kl. 20.30: Margrét Bóasdóttir sópran, Sophie Schoonjans harpa, Björn Steinar Sólbergsson orgel. Sunnudagur 4. júlí: Akureyrarkirkja kl. 17: Margrét Bóasdóttir sópran, Sophie Schoonjans harpa, Björn Steinar Sólbergsson orgel. Hallgrímskirkja kl. 20.30: Ann Toril Lindstad, organisti við Hövik kirke í Bæram í Noregi, leikur verk eftir Frescobaldi, Buxtehude, Bach, Párt, Hovland, Brahms og Reubke. Fimmudagur 8. júlí: Dalvíkurkirkja kl. 20.30: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Öm Pálsson trompetar og Antonia Hevesi orgel. Föstudagur 9. júlí: Húsavíkuikirkja kl. 20.30: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson trompetar og Antonía Hevesi orgel. Laugardagur 10. júlí: Skálholtskirkja kl. 15: Helga Ingólfsdóttir leikur Goldbergtilbrigðin á sembal. Á undan tónleikunum fjallar Jón Þórarinsson tónskáld um kirkjutónlist fyrri alda í Skálholti og á Hólum. Sunnudagur 11. júlf: Skálholtskirkja kl. 17: Frumflutningur á verki eftir Jón Nordal, tileinkuðu Skálholtskirkju, fyrir einsöngvara, kór, strengi og orgel. Stjómandi Hörður Áskelsson. Skálholtskirkja kl. 17: Messa, þar sem verk eftir Jón Nordal verða flutt. Akureyrarkiikja kl. 17: Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Öm Pálsson trompetar og Antonia Hevesi orgel. Hallgrímskirkja kl. 20.30: Björn Steinar Sólbergsson, organisti við Akureyrarkirkju, leikur verk eftir Alain, Pál ísólfsson, Þoricel Sigurbjömsson, Franck og Duraflé. Föstudagur 16. júlí: 24 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.