Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 7
íslendingar horfa í báðar áttir Formaður organistafélagsins, Kjartan Sigurjónsson og ritari, Hörður Áskelsson, fóru á fund norræna kirkjutónlistarráðsins í Gautaborg til að ræða um framkvæmd mótsins o.fl. Einnig sátu þeir fund í norrænni samstarfsnefnd um kirkjutónlist. I næsta blaði verður greint frá ferð þeirra félaga og umræðum á fundinum. Þeir komu við á ferðaskrifstofu í Kaupmannahöfn og óskuðu eftir tilboði í leiguflug til Gautaborgar vegna mótsins. Frá þessu verður einnig sagt síðar. Frá söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Skrifstofa söngmálastjóra biður organista og stjórnir safnaða að senda inn upplýsingar til embættisins ef nýr organisti kemur til starfa eða ef breytingar verða á heimilisföngum eða símanúmerum þeirra. 7 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.