Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 8

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 8
Tónlistin er mikilvægur þáttur í lífi okkar í bandarísku tímariti um hraðnám er fjallað um tilraunir tii að meta áhrif tónlistar á hug- sun manna, aðallega með tilliti til áhrifa hennar á námsgetu og námsárangur. Greinin er löng og ítarleg en í stuttu máli er meginefnið þetta: Hraðnám er án efa það sem koma skal og þarf að nýta þá auðlegð sem í tónlistinni býr til að auka námsárang- urinn. Notkun tónlistar í því skyni er þekkt allt frá dögum Platós, Aristotelesar og Konfúsíusar. Þá var t.d. leikið á lýru. „Hjartslátturinn" hirtist í hrin hinnar ljúfu og lágværu tónlistar. Sagt er frá tilraun með balsavið við háskóla í Indlandi. Hliðsjón var höfð af tónlist Tamila og notaðar hljóðupptökur af tónlist líkri „lútuleik" til að leika af segulbandi. Helmingur plantnanna var vökvaður á meðan tónlistin var flutt. Hinn helmingurinn var ræktaður án tónlistar. Árangur tilraunarinnar varð sá að plönturnar sem „nutu“ tónlistar urðu 20% hærri en hinar og vöxtur Iaufblaðanna varð 72% meiri. Tilraun gerð í Denver Colorado sýndi samanburð á notkun rokk tónlistar og sígildrar tónlistar við ræktun grænmedsplantna, petónía, zimmias og marigold. Plöntur sem uxu í herbergi með rokk tónlist urðu óeðlilega háar með mjög litlum laufblöðum og þrifust ekki vel. í öllum tilvikum hölluðust plönturnar frá rokk tónlistinni og eftir 2 vikur dóu blóm þeirra. í hinu herberginu „hlustuðu plönturnar" á barokk tónlist ásamt tónlist Haydns, Brahms og Beethovens. Þar hölluðust plönturnar í átt að hljómflutningstækjunum. Mest hölluðust plönturnar, eða um 60° þegar leikin var tónlist Bachs eða indversk tónlist á sítar. Bent er á að barokk tónskáldin miðuðu verk sín við hin „gullnu gildi" guðdóminn, náttúruna og þarfir mannsins sem lífveru. Ef þessi gömlu gildi fengju aftur sama vægi í tónlist fengju nútíma listamenn þessa jákvæðu svörun. Ein tilraunin sýndi jákvæð áhrif tónlistar Mozarts á stúdenta við nám, en neikvæð áhrif rokk tónlistar. Greinin ber með sér að reynt er að leggja hlutlaust mat á niðurstöður tilraunanna. Þær skila þó hliðstæðum svörum þó mismunandi þættir séu athugaðir og tilraunir gerðar í mörgum löndum og ólíkum heimsálfum. Þessi litla frásögn minnir okkur á mikilvægi góðrar tónlistar og nauðsyn þess að vanda valið hverju sinni. 8 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.