Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 12
Greinargerð I þessum kafla er leitast við að gjöra sem nákvæmasta grein fyrir starfssviði organista (tónlistastjóra) og skyldum hans. Hér er miðað við organista í fullu starfi. A þessum sviðum sem öðrum hljóta aðstæður á hverjum stað að ráða mestu um framkvæmd rnála og því er lögð áhersla á sérsamning sóknarnefnda við organista en ætíð sé þess gætt að ákvæði hans sé í fullu samræmi við þessar heildarreglur. Að öðru leyti teljum við að hver grein þessa kafla skýri sig og taki af öll tvímæli um það, er þær fjalla um. Við bendum þó á að mjög æskilegt er að í sérsamningnum sé hvatt til þess, að organistar beiti sér fyrir tónleikum á eigin vegum eða með kórum sínum. RÖÐUN í LAUNAFLOKKA Organisti (tónlistarstjóri) telst vera sá sem lokið hefur námi í samræmi við eftirfarandi greinar og er þeim raðað eftir menntun samkvæmt launatöflu KI (þ.e. kjarasamningi fjármálaráðherra og Kennarasantbands Islands) í launaflokka 142-149. Lfl. Menntun 149 Einleikarapróf eða burtfarapróf úr Tónlistarskólanum í Reykjavík, Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða hliðstæð menntun. 148 Orgelkennarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík eða IV. áfangi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar (VIII. sdg í orgelleik) eða hliðstæð menntun. 147 III. áfangi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar (VII. stig í orgelleik) eða hliðstæð menntun. 146 II. áfangi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar auk eins árs framhaldsnáms eða meira (VI. stig í orgelleik) eða hliðstæð menntun. 145 Orgelleikarapróf II. áfangi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða hliðstæð menntun. 144 I. áfangi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða almenn orgeldeild frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík eða hliðstæð menntun. 143 Tónmenntakennarapróf frá 'fónlistarskólanum í Reykjavík eða hliðstæð menntun. 142 Tónlistarmenntun ótalin annars staðar. 12 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.