Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 17
Litið til liðinna daga (nokkur minningarorð um Sigfús Einarsson tónskáld) Undirritaður er einn af þeim mörgu skólamönn- um sem hafa á starfsferli sínum unnið samfellt með sóknarnefndum og kirkjukórum í sóknum, þar sem þeir hafa starfað. Eftir að ég varð að flytja til Reykjavíkur haustið 1960 og kenndi við Kennaraháskóla Islands síðustu 17 starfsár mín, var ég öll þau ár og nokkru lengur félagi í krikjukórum Langholts- og Breiðholtssókna. A síðari hluta þess árabils var ég eitt sinn kosinn formaður Kirkjukórasambands Reykjavíkur- prófastsdæmis og var það ný reynsla sem mér þykir vænt um og met mikils. Einn af þeim ágætu mönnum sem ég kynntist og starfaði með á þessum árum var, okkar mikil- hæfi og þjóðkunni söngmálastjóri, Haukur Guðlaugsson. Sigfús Einarsson £ptjr ag Ljörtímabil mitt rann út höfurn við Haukur haft samband öðru hverju, enda alltaf jafn ánægjulegt að hitta hann. Við hittumst síðast á einkar geðþekkum vinnustað hans og var það mér ógleymanleg heimsókn. Eitt af því sem hann minntist þá á við mig var það hver hafði verið söng- kennari í Kennaraskólanum þá vetur sem ég var þar við nám. Þegar ég tjáði honum að það hefði verið sjálfur tónsnillingurinn og tónskáldið Sigfús Einarsson mæltist hann til að ég sendi sér ofurlítið greinarkorn þar sem ég rifjaði upp kynni mín af honum, en þó alveg sérstaklega sem söngkennara og söngstjóra. Þótt margt væri að sjálfsögðu farið að mást út af sviði minninganna eftir næstum 60 ár, kvaðst ég fús til að verða við þeim tilmælum söngmálastjóra að rifja upp það sem ég örugglega myndi um þetta. Raunar vildi líka svo til að viss atriði kynna minna við þennan öðlingsmann hyrfu mér aldrei úr huga, því að hann hafði haft djúp og mikilsverð áhrif á starfsferil minn. Mun ég að sjálfsögðu drepa á það síðar. Sigfús Einarsson var söngkennari skólans báða námsvetur mína 1934-1936. Hann var þá orðinn aldraður maður, tæplega sextugur, fæddur 1877, og bar augljós merki þess. En hann var einstaklega geðþekkur og virðulegur maður og traustvekjandi. Ég fullyrði að 1 7 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.