Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 18
við bárum öll mikla virðingu fyrir honum, þótti vænt um hann og hefðum aldrei látið okkur detta í hug að sýna honum andúð eða gera eitthvað sem honum hefði mislíkað. Við vissum líka vel hvílíkur tónsnillingur hann var og hve mikið hann hefði gefið þjóð- inni af fögrum sönglögum og tónverkum. Einnig valið og útsett falleg sönglög frá ýmsum þjóðum í stóra og glæislega sönglagabók, „Fjárlögin", sem svo voru nefnd vegna frægrar myndar á forsíðu. Þjóðin dáði þessa sönglagabók og úr henni var sungið um land allt á flestum heimilum og hvenær sem menn komu saman, - og svo er enn. Mér er einstaklega kært að minnast þessa söngkennara míns vegna ljúfmennsku hans og einlægni og þá ekki síst fyrir þá vináttu og traust sem hann sýndi mér. Ég hef rætt söngkennslu Sigfúsar á námsárum mínum og rifjað upp með bekkjarsyst- kinum mínum sem enn eru vel hress og okkur ber saman um allt sem hér er um hann sagt. Vegna kreppuástands í þjóðfélaginu á þessum árum, þegar allt varð að spara eða vera í Iágmarki, var aðeins einn söngtími á viku, 45 mínútur í hverjum bekk. Ég nefni fyrst það atriði söngkennslunnar sem okkur er minnisstæðast en það er blandaði skólakórinn sem Sigfús stofnaði og starfrækti báða veturna sem ég var í skólanum. Hann hafði þar með alla nemendur þessara þriggja bekkja sem sönghæfir voru og vildu fúslega vera með. Okkur ber saman um að í hverjum bekk hafi verið nokkrir nemendur sem voru ekki með í kórnum. Engu að síður var skólakórinn töluvert stór og allir samtaka og sammála um að gera sitt besta hjá þessu ljúfmenni og þjóðkunna snillingi sem okkur þótti strax öllum vænt um. Kórinn söng lögin, sem æfð voru, ýmist þrí- eða fjórrödduð. Kórtímarnir voru alltaf tveir saman þegar söngstjóri boðaði til þeirra og þá oftast fyrst notaðir til raddkennslu og síðan til samæfinga. Fyrir opinbera samsöngva, sem ekki voru margir, en ætíð við hátíð- legustu stundir skólans og stundum á nemendasamkomum, voru báðir tímarnir að sjálf- sögðu notaðir til samæfinga. Okkur ber öllum saman um að æfinga- og söngttmarnir hafi ætíð farið einkar vel fram. Söngkennarinn hafi alltaf verið hinn ljúflyndi og öruggi stjórnandi. Við munum ekki eftir að hann skipti skapi við okkur enda vorum við samtaka um, eins og fyrr segir, að gera okkar besta. Þess vegna minnumst við söngtímanna hjá Sigfúsi með gleði og þökk. Sigfús hafði öðru hverju fasta söngtíma í hverjum bekk, a.m.k. okkar, þar sem hann benti okkur á létt og falleg lög sem við skyldum kenna og syngja alltaf öðru hverju með nemendum okkar. Það skyldum við hafa fyrir fasta venju því að söngurinn væri alltaf til ánægju og uppörfunar. Þetta tel ég hafa verið afar mikilsverða ábendingu og Ieiðsögn og sýna glöggan skilning hans á gildi söngsins í starfi bekkjakennarans. Þetta höfum við flest 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.