Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 19
öll tamið okkur. Ég held til dæmis að ég hafx tæpast byrjað nokkra kennslustund án þess að syngja fallegt morgunvers. I þessum bekkjatímum lék Sigfús síðan á orgelið þau lög, sem hann hafði valið í það sin- nið, kenndi okkur þau og Iét okkur syngja þangað til allir voru vissir. Eitthvað mun hann þá stundum hafa kennt okkur í tónfræði. Að svo mæltu tel ég mig ekki geta lýst öllu nánar þeirri kennslu sem við nutunt hjá Sigfúsi Einarssyni tónskáldi og hve rnikils við mátum hann. Er ég þá að lokum kominn að þeim þætti, sem snýr sérstaklega að persónulegum kynn- um mínuin við þennan ágæta, þjóðkunna listamann. Sá þáttur er mér einkar minnis- stæður og kær og varð mér rnikils virði í starfi mínu. Það gerðist síðari vetur minn í skólanum. Fyrst ég er beðinn að minnast Sigfúsar sem söngkennara meðan ég var nemandi í K.I., get ég ekki annað en minnst þessa persónulega þáttar með nokkrum orðum. Svo er mál með vexti að vegna góðs gagnfræðaprófs sem ég hafði frá Menntaskólanum frá Akureyri var mér námið í Kennaraskólanum tiltölulega létt. Ég ákvað því síðari veturinn að freista þess að taka kennarapróf í öllum námsgreinum sem skólinn veitti próf í og starfsréttindi. Var þar um tvær greinar að ræða sem ég, fyrri veturinn, hafði ætlað að láta mæta afgangi, en það voru leikfimi og söngur. En nú hafði ég skipt um skoðun og var ákveðinn í að fá starfsréttindi í öllum náms- greinum skólans. Mér varð fljótt ljóst að það yrði auðvelt í leikfimi en með söng- kennaraprófið horfði málið allt öðruvísi við. Þar var kunnátta mín sáralítil, bæði í tón- fræði og orgelleik. Ég þekkti að vísu nóturnar og gat spilað léttar útsetningar úr einkar vinsælli sönglagabók Sigfúsar, sem ég drap á fyrr. En leikni mín var afar takmörkuð. Mér varð því fljótt ljóst að von mín var harla veik og algjörlega háð því, hvernig söngkennarinn minn góði, þessi þjóðkunni tónsnillingur, tæki á málinu. Gat það hugsast að annar eins kunnáttumaður gæti fengið sig til að veita söngkennarapróf jafnfávísum nemanda í þessum fræðum, - og þá jafnframt rétt til söngkennslu? Líkurnar gátu ekki verið miklar. I byrjun síðara námsvetrar míns herti ég mig svo upp og ræddi málið við Sigfús. Eins og nærri má geta var ég bæði hikandi og laus við bjartsýni. En Sigfús tók mér með sömu einlægni, vinsemd og skilningi og hann var ætíð vanur, taldi eðlilegt að ég vildi athuga þetta og kvaðst fús til að hjálpa mér til að ná þessu prófi, ef hann teldi að ég gæti það. Hann var ekki Iengi að velta málinu fyrir sér, lét mig strax setjast við orgelið og spila ein þrjú eða fjögur lög, sem ég mátti velja og hafði æft sæmilega. Síðan spurði hann mig eitt- hvað smávegis úr tónfræði, um nótnagildi ef ég man rétt. 19 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.