Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Sigfús Einarsson fæddist á Skúmsstöðum á Eyrarbakka 30. janúar 1877 (d. 10. maí 1939) Hann stundaði nám við Latínuskólann í Reykjavík 1892-1898. Sama ár hóf hann Iögfræðinám við háskólann í Kaupmannahöfn og tók þar heimsspekipróf 1899. Fyrsta veturinn sem hann dvaldist í Höfn hóf hann söngnám hjá Valdimar Linke og tónfræði hjá August Enna, tónskáldi og tónfræðiprófessor. Smám saman lagði hann laganámið á hilluna en sneri sér heill og óskiptur að tón- listinni, sem hann gerði að ævistarfi. Þann 17. maí 1906 voru þau Valborg Hellemann gefin saman í hjónaband í Friðriksbergskirkju í Kaupmannahöfn. Valborg hafði góða sópranrödd. Sigfús hafði blæfagra barítonrödd. Þau hjónin héldu fjölmarga tónleika saman. Arið 1906 fluttu þau heim til fslands. Þar biðu fjölþætt tónlistarstörf, m.a. að undirbúa komu Friðriks konungs til íslands sumarið 1907. Fróðlegt er að lesa frásagnir af fjölbreyttum tónlistarflutningi þeirra Siugfúsar Einarssonar, Páls ísólfssonar o.fl. frá árunum 1924 til 1930. Þar má sjá að tekist var á við stór viðfangsefni og þeim skilað með prýði. Vandi er að koma til skila svo vel sé, frásögn af stöðu tónlistarmála á íslandi þegar Sigfús vann sín störf. Grein Sigurðar Gunnarssonar lýsir hluta þeirra starfa sem Sigfús hafði með höndum og vekur okkur til umhugsunar um hvert brautryðjendastarf þurfti að vinna. Starf hans og starfssystkyna hans hafa síðan skilað árangri. Nemendur þeirra hafa nýtt vel sína þekkingu til tónlistariðkana. Sem betur fer er ánægjulegt að bera saman stöðu tónlistar í Iandinu þá og nú, gleðjast yfir því sem áunnist hefur, sjá að við höfum ávaxtað vel okkar pund. Sá grunnur sem við byggjum nú á og aukum við gefur fyrirheit um mikinn og góðan árangur. Kr. S. 21 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.