Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 27

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 27
Twarfweí/ctw oa 400 áw (Saga kórs oc kirkjusöngs í St Y K K IS H Ó LM I ) Kirkjukór Stykkishólms er 50 ára um þessar mundir. Það var vorið 1943 að Sigurður Birkis fyrsti söngmálastjóri þjóðkirkjunnar ferðaðist um landið og stofnaði formlega kirkjukóra á ýmsum þéttbýlisstöðum. I tilefni af þessum tímamótum er rétt að rifja upp söngstjórn og organleik við Stykkis- hólmskirkju. KlRKJAN ER FULLBYCCÐ OC VÍCÐ 1879 Þá var búsettur hér í Stykkishólmi Guðmundur Guðmundsson bókbindari, hann var ættaður í Borgarfirði og kom hann hingað frá Reykjavík. Hann var fjölhæfur maður og vann að menningarmálum hér í Hólminum, svo sem söngstjórn og leikstjórn. Hann hafði verið í „Söngfélaginu Hörpu" í Reykjavík, sem Helgi Helgason tónskáld stofnaði og stjórnaði. Hversu hæfur hann hefur verið má sjá af því að um vetrartíma, þegar þeir bræður Helgi og Jónas Helgasynir dvöldust í Kaupmannahöfn, þá stjórnaðr hann „Hörpufélaginu". Guðmundur stofnaði söngfélag hér og var stjómandi meðan hann dvaldi í Stykkishólmi, eða í tíu ár. Söngfélagið var á hrakhólum með æfingapláss, þá var talað við sóknarprestinn, sr. Eirík Kúld, um að fá að æfa í hinni nýbyggðu kirkju. Sr. Eiríkur veitti það með þeim skilyrðum að kórinn tæki að sér kirkjusönginn og að ekki væri sungið í kirkjunni drykkjuvísur eða þess konar gleðivísur. Fyrsta orgelið sem kom til Stykkishólms átti Sören Hjaltalín verslunarmaður og léði hann kirkjunni það uns hún eignaðist sitt eigið orgel. Jónas Helgason pantaði það eftir að farið hafði fram fjársöfnun fyrir því. 27 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.