Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 31

Organistablaðið - 01.03.1995, Blaðsíða 31
Ólíkt öðrum listgreinum eiga íslenskar tónsmíðar sinn baklijarl í íslenskri tón- verkamiðstöð. Miðstöðin var stofnuð árið 1969 og hefur í gegnum tíðina stutt íslensk tónskáld í dansinum við listagyðjuna með ýmis konar þjónustu. Nokkuð hljótt hefur verið um miðstöðina hérlendis þótt stórvirki hafi unnist erlendis og því er mér ljúft að verða við beiðni Kristjáns Sigtryggssonar ritstjóra organistablaðsins og fjalla stuttlega um starf Tónverkantiðstöðvarinnar. S A G A N íslensk tónskáld voru forspá þegar þau stofnuðu íslenska tónverkamiðstöð. Markvissa þjónustu og kynningu töldu þau forsendu fyrir öflugri nýsköpun í íslenskri tónlist og í dag vildu aðrar listgreinar hafa kveðið sömu Lilju og íslensk tónskáld. Reyndar undirbúa íslenskir myndlistarmenn og íslenskir rithöfundar nú stofnun sambærilegra miðstöðva til stuðnings við sínar listgreinar. Félagar í Tónskáldafélagi íslands stofnuðu Tónverkamiðstöðina og til skamms tíma gátu einungis félagar þar sótt um aðild að miðstöðinni. Starf miðstöðvarinnar miðaðist þá eingöngu við að sinna klassískri samtímatónlist en á síðasta ári urðu þáttaskil í starf- seminni. Breyttar samþykktir miðstöðvarinnar gera nú kleift tónsmiðum allar tegundar tónlistar að sækja um aðild. Nú eru félagar ITM 71 talsins. TÓNVERKASAFN ITM Hjarta tónverkamiðstöðvarinnar slær í tónverkasafninu. Skráð eru yfir þrjú þúsund tón- smíðar rúmlega hundrað tónskálda. Fram á síðasta ár var einungis tekið við verkum fél- aga í Tónverkamiðstöðinni en frá og með síðasta ári tók safnið við öllum tónsmíðum sem uppfylla lágmarksskilyrði um frágang, óháð aðild höfundar að miðstöðinni. Markmiðið er að á einum stað geti áhugamenn um íslenska tónlist gengið að íslenskum tónsmíðum á pappír. Áður en þetta gerðist, hafði safnast saman fjöldi tónsmíða sem áttu sér ekki stað í safninu en nú er unnið við að skrá þau verk, jafnhliða nýju efni sem inn kemur. Verkin eru í ýmsu formi - óútgefm og útgefin. í því liggur munur á tónverkasafni ÍTM og Landsbókasafnsins þar sem einungis er varðveitt útgefið efni á prenti eða í hljóðriti. í tónverkasafni ITM eru geymd ljósrit en engin frumrit. Verkin er handskrifuð, prentuð eða tölvusett, ljósrit af handritum og í útgefnum söfnum. 31 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.