Organistablaðið - 01.06.1995, Side 1

Organistablaðið - 01.06.1995, Side 1
O RGANISIABIAI) 11) Nú um þessar mundir eru víða vertíðarlok hjá kórum og kirkjutónlistarmönnum sem birtist í alls kyns hátíðum og tónleikaröðum. Má þar nefna kirkjulistahátíðir nyrðra og syðra ásamt sumartónleikaröðum. Allt þetta starf ber vott um mikinn metnað og veru- lega grósku á kirkjutónlistarakrinum. Það er gleðilegt að vera vitni að því, hve fljótt hlut- irnir breytast, hve vel rná nierkja mikla framför hjá tiltölulega ungum kórum, sem sífellt bæta við sig getu til átaka við æ kröfuharðari verkefni. Þá má ekki gleyma að minnast á hina fjölmörgu, sem nú stunda nám í orgelleik. Þeirra starfsemi í vetur hefur verið bæði mikil og merk og gefur tilefni til mikillar bjartsýni. Af samningamálum er fátt nýtt að frétta hjá félaginu annað en það að samningar þeir, sem nú gilda í Reykjavík hafa verið útfærðir og gerðir aðgengilegir hlutaðeigendum og hyggst félagið kynna þá í öllum prófastsdæmum landsins og freista þess að fá þá alls staðar viðurkennda. Upp á borð hjá stjórn félagsins koma því miður allt of oft afskipti af deilumálum sem upp koma milli félagsmanna annars vegar og sóknarnefnda eða presta hins vegar. I þetta hefur farið mikill tími og fyrirhöfn með misjöfnum árangri sem auðvitað fer eftir því hve alvarlegar deilurnar kunna að vera. Oftast gerist þetta vegna þess að mönnum hættir til að gleyma í hvaða tilgangi allt þetta starf er, gleyma boðskap meistarans og gera aukaatriðin að aðalatriðum. Við hverja altarisgöngu eru menn hvattir til að lifa í kærleika og sátt við alla menn. Þarna er að finna lausn þessara deilna og hefðu menn það í huga yrði skynsemin ekki sem rekald á hafsjó æstra tilfmninga eins og stundum vill verða. Kjartan Sigutjónsson.

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.