Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 5
verið hægt að minnka atvinnuleysi. Kirkjan hefur lagt aukna áherslu á kristindóms- fræðslu en skólar minnkuðu fræðsluna. Innflytjendur hafa mjög mismunandi trúarlegan bakgrunn þeir hafa gert þessa fræðslu enn þarfari. 70-80 organistar með minna próf eru útskrifaðir á ári. Ráðning fleiri tónlistarmanna við kirkjuna byggir á óskinni um meira og blómlegra tónlistarlíf. Vaxandi áhugi fyrir kirkjunni og hærri staðall tónlistarmenntunnar er Dönum mikið ánægjuefni. Bo Svensson, forseti sænska organistafélagsins sagði að 500 organistar væru í fullu starfi í Svíþjóð, en færi heldur fækkandi þrátt fyrir lög sem segja að öil prestaköll eigi að hafa organista í starfi. Tilhneiging þar er að ráða frekar kantora. Þeir eru minna menntaðir og ódýrari starfskraftur. Þetta þykir organistum að sjálfögðu mjög miður. Mikið var rætt um þann tíma sem færi til organistastarfsins. Meðalmat á guðsþjónustu í Svíþjóð er 6 tímar, minnst 4, mest 8. Svíar hafa þróað með sér tímakerfi sem fara má eftir. Finnar spurðu um reynslu Svía af kerfinu. Bo Svensson svaraði og sagði að í fyrstu hefðu menn talið kerfið gott en reynslan sýndi að menn væru of bundnir af því og gætu þá síður nýtt tímann til enn þarfari starfa, t.d. undirbúning tónleika. Egon Mortensen taldi danska kerfið betra en það sænska. Það gæfi organistum frjálsari möguleika til að nýta tímann sem best miðað við mismunandi aðstæður. Kjartan skaut því að að á Islandi mætum við 100% útreikning stöðu sem 70% vinnuframlag vegna þess að vinnan færi fram mikið á álagstímum. Steinar Mogen starfar hjá norska organistafélaginu. Hann telur að tímaútreikningar séu hættulegir því þeir leiði til lægri faglegs staðals. Norðmenn höfðu með sér hefti með upplýsingum unt kjaraútreikninga, vinnuaðstöðu og allt ntögulegt annað. Hluti norsku sendinejhdarinnar. 5 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.