Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 6
Sixten Enlund annar formaður finnsku organistafélag- anna í rœðustól. Guðsþjónusta er metin 7 tímar, aðrar guðsþjónustur 4 tímar, kór- æfing 4 tímar, konsert o.fl. 15 tímar, fermingarfræðsla 4 tímar. Vinnuvika samtals 35 tímar. Þetta kerfi hefur ekki reynst nógu sveigjanlegt og vinnuveitendur gerðu sér grein fyrir göllum þess. 1990 fóru Norðmenn að leita nýrra leiða ril að leysa eldra kerfið af hólmi. Síðan þá hefur verið reynt að samræma grunnlaun organista og tónlistarkennara. 1994 fengu organistar í Noregi verulega leið- réttingu grunnlauna án þess að aðrir hópar fylgdu með. Brúttó ársverk þeirra er 35,5 klst. á viku x 52 = 1846 klst. er 100% staða. Danir kynntu sínar reglur og Norðmenn töldu dönsku og norsku reglurnar að mörgur leyti líkar. Norðmenn og Danir eru nokkuð ánægðir með sitt tímakerfi, en Svíar ekki. Rætt var um vígslu organista. Handbók norsku kirkjunnar var endurskoðuð um 1980. Þá var mikið rætt um hverjir skyldu hljóta vígslu til starfa innan kirkjunnar. Lagt var til að kantorar yrðu vígðir eins og djáknar og fræðarar. Sten Henriksson kynnti efni Svía, varðandi vígslu. Danir töldu að vígsla yrði ekki að veruleika í Danmörku og ekki falla inn í danskan hugsunarhátt. í Finnlandi var sagt að málið væri ekki til umræðu. Hins vegar hafa Finnar gert tilraun til að meta erfiði og álag sem fylgdi störfum, almennt séð og brjóta það upp í einingar. Hver er ábyrgðin, hve mikil menntun og hve mikil orka fer í störfin. Þeir hafa gert líkan og greina störfin í 4 flokka.: Þekkingu, ábyrgð, álag og aðstæður. Rætt var um hve erfitt væri að meta hve mikið andlegt og líkamlegt álag fylgdi organistastarfinu og að niðurstaða fyrrgreindrar flokkunnar hlyti að verða tilviljana- kennd. Einnig var rætt um samstarf starfsmanna kirkjunnar og að mikil þörf væri á ákvæðum um starfssvið hvers og eins svo að síður yrðu árekstrar sem hömluðu því að góður starfs- árangur næðist. Þá var rætt um hvert t.d. organisti leitaði þegar hann ætti í erfiðleikum, m.a. vegna veikinda. Norðmenn stefna að því að stærri söfnuðir ráði starfsmann til stjórnunarstarfa, til að samræma starf starfsfólks hverrar kirkju og ráða fram úr vanda sem upp kann að koma í daglegum önnum. Sá starfsmaður hefði þá viðeigandi menntun til að rækja þessi stjórnunarstörf. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.