Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 11
Norsk lög um organista frá 16. júní 1967, breytt 1. janúar 1994 1 . G R E I N . Við hverja kirkju skal ráða organista svo framarlega sem ráðuneytið hefur ekki ákveðið annað. Biskupinn getur ákveðið að hringjari gcgni starfi organista þar sem sú skipan telst vera hagkvæm. Að fenginni tillögu frá sóknarnefnd og með samþykki viðkomandi sveitarfélags getur biskupinn ákveðið að organisti þjóni fleiri en einni kirkju. 2 . G R E I N . Sóknarnefnd ræður organista. Biskupinn þarf að samþykkja ráðninguna. Organisti við dómkirkju er settur til starfa af ráði biskupsdæmisins samkvæmt tillögu frá sóknarnefnd. Biskupsdæmið gefur út ráðningarbréf. Fyrir ráðningu skal liggja fyrir ábyrg kirkjumúsíkölsk umræða um faglega hæfni um- sækjanda eftir nánari reglum sem ráðuneytið setur. Umsækjandi með organistamenntun skal yfirleitt ganga fyrir um stöðuveitingar. Næsti yfirmaður organista er sóknarpresturinn. 3 . G R E I N . Organistinn er starfsmaður sveitarfélags. Hann tekur laun hjá sveitarfélagi ef annað er ekki tekið fram. Ef ein kirkja þjónar fleiri sveitarfélögum skiptist kostnaður launagreiðslu eftir fjölda safn- aðarfólks. 4 . G R E I N . Organista ber að: 1. Þjóna við allar reglulegar guðsþjónustur og einnig við guðsþjónustur á jólum, á gamlárskvöld, 1. og 17. maí, við föstuguðsþjónustur, barnaguðsþjónustur og við guðsþjónustur sem konungurinn, ráðuneytið eða biskupinn ákveða. 2. Þjóna á fundum í sambandi við þessar guðsþjónustur, einnig þó að fundirnir séu í öðru húsnæði en kirkjunni. 3. Þjóna við allar kirkjulegar athafnir sem fram fara í kirkjunni eða útfararkapellunni. Sveitarstjórnin getur samkvæmt ákvæðum í 7. grein ráðið organista til fleiri skylduverka, eða að fengnu samþykki ráðuneytis breytt þjónustuskyldum hans og sett þar um nánari ákvæði í grein 7. 1 1 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.