Organistablaðið - 01.06.1995, Qupperneq 13

Organistablaðið - 01.06.1995, Qupperneq 13
2 . C R E I N . Organistinn er ábyrgur gagnvart gömlum hefðbundnum gildum og einnig nýjum gildum varðandi kirkjutónlistina. Einnig fyrir að glæða tónlistarlíf í söfnuðinn. 3 . G R E I N . Vegna skipulagningar og undirbúnings á organistinn rétt á að fá að vita eins fljótt og auðið er: a) Athafnir í vikunni. b) Sálmanúmer fyrir guðsþjónustur og aðrar athafnir samkvæmt 4. grein í organ- istalögum og ráðningarsamningi. c) Litúrgíu/dagskrá fyrir guðsþjónustur og samkomur auk þess sem hefðbundið er. 4 . G R E I N . Organistinn velur sönglög úr viðurkenndu sönglagasafni í samráði við sóknarprestinn. annað tónlistarefni sem nota þarf í athöfn velur organistinn í samráði við þjónandi prest. Þegar um söngflutning er að ræða þarf textinn að vera viðurkenndur af starfandi presti. 5 . G R E I N . Þegar aðrir en organistinn flytja tónlist í guðsþjónustunni eða kirkjulegri athöfn, með samþykki viðkomandi prests, þarf organistinn að samþykkja tónlistina og prest- urinn að samþyltkja textann. 6 . G R E I N . Við guðsþjónustur og athafnir í óvenju frjálslegu formi þarf viðkomandi prestur að samþykkja texta, sálma og söngva. Tónlistina þarf bæði organisti og prestur að samþykkja. Náist ekki samkomulag slcal vísa málinu til biskups sem ákveður hvað gera skal. 7 . G R E I N . Organistinn er ráðgjafi sóknarnefndar um tónlistarmál kirkjunnar og á að gefa sóknar- nefndinni upplýsingar um kirkjutónlistarstarfsemi í sókninni. Þegar kirkjan er leigð til tónleikahalds eða helgistunda með kirkjutónlsitarflutningi gefur organistinn umsöng um dagskrána. Ef vafi leikur á um samþykki er málinu vísað til kirkjutónlistarráðs biskupsins. 8 . G R E I N . Organisti kirkjunnar og viðurkenndur afleysingamaður mega nota orgelið til æfmga. Aðrir verða að hafa skriflegt leyfi sóknarnefndar. Slíkt leyfi er veitt að fenginni umsögn sóknarprests og organista kirkjunnar. 13 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.