Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 14
Grunnreglur fyrir organsita 1 . C REIN. Þessar reglur gilda um kirkjulega þjónustu organistans sbr. lög um organista frá 16. júní 1967. 2 . C REIN. Sóknarnefnd ræður organista. Biskupinn staðfestir ráðninguna. Organista við dómkirkju ræður ráð biskupsdæmisins efdr tillögu sóknarnefndar. Áður en umsækjandi er ráðinn þarf að ræða faglega hæfni organistans samkvæmt nánari reglum frá ráðuneytinu og fá ábyrga niðurstöðu. 3 . C REIN. Organisti er starfsmaður sveitarfélagsins (borgarstarfsmaður) og sætir kjörum og ákvörðunum er gilda um þá starfsmenn ef þau kjör eru í samræmi við lög og reglur ráðuneytisins. 4 . G REI N . Sóknarprestur er næsti yfirmaður organistans hvað varðar helgihald. 5. GREIN. ORCANISTANUM BER AÓ: 1. Spila við allar fyrirfram ákveðnar guðsþjónustur, einnig jólaguðsþjónustur og á gamlárskvöld, ennfremur 1. og 17. maí við hefðbundnar guðsþjónustur, hefðbundnar barnaguðsþjónustur og guðsþjónustur sem konungurinn, ráðuneytið eða biskupinn ákveða. 2. Samkomur sem koma í stað fyrrgreindra guðsþjónusta einnig þó samkomurnar séu í öðru húsnæði en kirkjunni. 3. Allar kirkjulegar athafnir sem fram fara í kirkjunni eða útfarakapellunni. 6 . G REI N . Samkvæmt tillögum frá sóknarnefndinni getur sveitarstjórn lagt aðrar skyldur á organ- istann, varðandi kirkjutónlsit, t.d. a) Þátttöku í öðrum guðsþjónustum og samkomum en segir í grein 5. b) Kennslu fermingarbarna í sálmasöng og litúrgíu (helgisiðahaldi). c) Mtttöku í söng- og hljóðfæratónlist í kirkjunni. d) Stjórn kirkjukórs og safnaðarkórs. e) Tónlistarhelgistundir, kirkjutónleika og sálmakvöld (koralaftener) Sveitarstjórnin gerir samning um störf auk þeirra er greinir í 5. grein, eftir að sóknarnefndin, organistinn eða stéttarfélag hans hafa fjallað um samninginn. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.