Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 15
7 . G REI N . Organistanum ber að líta eftir og meðhöndla orgel kirkjunnar og önnur hljóðfæri af vandvirkni og með gætni. Hann þarf að annast minniháttar stillingar og Iagfæringar. Stærri viðgerðir fær hann aðra til að framkvæma. 8 . G R E I N . Þegar ekki er um veikindaforföll að ræða þarf organistinn fyrirfram leyfi til að fá annan til að spila fyrir sig. Slíkt leyfi veitir sóknarpresturinn í hverju einstöku tilviki. Annars gilda almenn ákvæði í kjarasamningum sveitarfélaga. Umsókn um leyfi á launum skal senda sóknarpresti og sóknarnefnd til umfjöllunar og síðan til sveitastjórnar. 9 . G R E I N . Organisti á rétt á Ieyfi samkvæmr orlofslögum. Sóknarnefndin útvegar forfallamanneskju í samráði við sóknarprest og organista. 10. G R EIN . Organistinn verður að laga sig að þörfum sóknarinnar, takmörkum hennar og breytingum og/eða aukningu sem óskað er eftir. Hugsanlegum breytingum og/eða aukningu verður fyrst komið á eftir viðræður við organistann sen vinnur verkið og stéttarfélag hans ef þarf. Lauslega þýtt Frá embætti Söngmálastjóra þjóðkirkjunnar Símanúmer embættisins og Tónskóla þjóðkirkjunnar var breytt þann 3, júní s.l, og er nú: 552 2770 Vinsamlegast athugið að númerið er ekki rétt skráð í nýju símaskránni 15 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.