Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 16

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 16
Dr Arngrímur Jónsson: Upphaf lúthersks messusöngs á Islandi Fyrsta heimildin um það, sem nefna má lútherskan messusöng á íslandi og hver hafi verið megin reglan um messusönginn, er kirkjuskipan Christians III. frá árinu 1537. Þessa kirkjuskipan þýddi Gissur Einarsson úr danskri þýðingu, sem gjörð var 1539 og hefir verið eignuð Peder Palladius Sjálandsbiskupi. Kirkjuskipanin 1537 var samin á latínu, en það var danska þýðingin, sem lögtekin var í Danmörku. Gissur mun hafa haft latínutextann til hliðsjónar, þegar hann þýddi úr dönsku þýðingunni. Þýðing Gissurar Einarssonar var lögtekin á Alþingi 1541 fyrir Skálholtsbiskupsdæmi, en á Oddeyri árið 1551 fyrir Hólabiskupsdæmi. Þá var Jón Arason, biskup allur. Þær heimildir, sem liggja að baki messuháttum kirkjuskipunarinnar 1537, eru rit Lúthers um messuna: Formula missae communions frá árinu 1523 og Deutche Messe frá árinu 1526. I fyrra ritinu er ætlast til messu á latínu, en í því síðara er messan á móðurmáli, ætluð til að kenna almúgafólki. Latínunni vildi Lúther halda, þótt okkur hafi stundum verið kennt annað. Svo fór, að kirkjuskipanir ýmsar birtu bræðing Iatínu og móðurmáls í messusöng. Til glöggvunar á messusöngnum, má athuga dálítinn kafla úr þýðingu Gissurar um messusönginn: „Fyrst skal syngjast eða Iesast Introitus, <er> vér köllum messuupphaf, en ekkert annað en það, sem af skriftinni er dregið sem þau (messuupphöf, eða þeir introitusar), er falla á sunnudögum og á Kristshátíðum, út lesnir af saltarasálmum eða skriftinni. Kyrie elei- son með aðskiljanlegum nótum eftir tímanna mismunan, sem hér til dags hefir haldið verið með engillegum lofsöng, Gloria in excelsis deo, hvern að presturinn byrji í latínu eða móðurmáli, en síðan skal kórinn syngja... Alleluja, sem er ævinlig raust í heilagri kirkju, skulu piltarnir syngja með versinu fyrir utan ímuna. Síðan eftir á, í staðinn þess er syngja plagaðist graduale, þá má syngja norrænan söng, af skriftinni dreginn, elligar eitt graduale alleina með tveimur versum. sekventiur allar og prósur skal undan skilja nema á 3 stórhátíðum Krists, sem er frá jólum og til kyndilmessu, Grates nunc omnes, með þeim móðurmálssöng, sem þar með fylgir. Frá páskum og til hvítasunnu, Victime paschali laudes, með sínum norræna söng, Kristur reis af dauða, og á hvítasunnu með 16 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.