Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 17
þeim söng, Veni sancte spiritus, Nú biðjum vér heilagan anda. Síðan snúi hann sér aftur til altaris og byrji Credo in unum deum í móðurmáli." Síðast segir: „Á stórhátíðum Kristi, sem er jóladagur og páskadagur, hvítdrottinsdagur og trinitatis- sunnudagur má syngjast í stöðunum á latínu Introitus til messunar, Gloria in excelsis, allelujavers með réttiligum sekventium svo og latínu prefatiur, hverjar að svo skal upp- byrja, Dominus vobiscum, Sursum corda et cetera. Þar næst sanctus. Síðan pater noster með helgunarorðum, en þau skal þó jafnan hafa í móðurmáli, með hið síðasta Angus dei. En hér ræður þó þénarinn sjálfur fyrir öllu saman, nær hann syngur í latínu eða móðurmáli." Við athugan þessara fyrirmæla tökum við eftir því, að allur messusöngur miðar við það, sem áður var í fyrri hætti, rómverskum. Engin breyting er, nema sú að syngja skuli á móðurmáli, eða bætt er við norrænum söng. Latínusöngur er sunginn á öllum stórhátíðum, eins og allur söngur var sunginn hvern helgan dag áður. Samt er það sett í vald prestinum, hvort sungið skuli á latínu eða móðurmáli. Nú var það svo, að engin lúthersk handbók fyrir presta var gefin út fyrr en árið 1555, þegar Marteinn Einarsson, biskup, lætur prenta hana í Kaupmannahöfn. í þessari hand- bók eru ekki prentaðar nótur, heldur var hverjum og einum, sem til þess var fær, ætlað að skrifa þær í handbókina, þar sem þess þurfti, og þá fyrst og fremst nótur við prefatiu, innsetningarorð og „Faðir vor". Gleitt bil var milli lína í þessum textum, svo að nótna- strengir og nótur kæmust fyrir. Aðeins eitt eintak, heilt, er til af handbók Marteins, og er það geymt í háskólabókasafninu í Kaupmannahöfn. I þetta eintak eru skrifaðar nótur við „Faðir vor" og innsetningarorð. Ekki var ætlast til, að messusöngur með nótum væri prentaður í handbókum, nema þá við áðurnefnda þætti, heldur Ieiðbeiningar við texta um hátterni prestsins, þegar hann færi með textann. Bók sú, sem geymir messusönginn, var og er nefnd graduale, grallari eða kyriale. Bók með þessu efni, prentuð í lútherskum sið á Islandi var, svo vitað sé með vissu, fyrst gefin út árið 1594, Graduale, sem Guðbrandur Þorláksson, Hólabiskup lét prenta. Á HVAÖA BÓK SUNGU PRESTAR FRAM TIL 1594? Það er greinilegt, að þeir hafa sungið á bækur úr fyrri sið, rómverskum. Má þá miða við bækur Niðarósvenju. Samkvæmt skipan Niðaróskirkju, Ordo Nidrosiensis, á ofanverðum miðöldum, þá er hið sama sungið á íslandi og í Noregi. Orðubók þessi, sem nú hefir verið gefin út, er að miklu leyti saman sett eftir handritum frá íslandi. Þetta sýnir ótvírætt, að messusöngurinn í lúthersku siðbótarkirkjunni var sá sami í öllum aðal- atriðum og í fyrri sið. Handrit sem nefnt er Ny kongel. Samling 138 4to og geymt er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, hefi eg gengið úr skugga um, að ritað sé að langmestu leyti á árunum 17 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.