Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 18
1 585-1587, af Gísla Jónssyni, Skálholtsbiskupi. Það geymir bæði mcssusöng á nótum og tíðasöng á nótum á hátíðum og helgidögum, sem kirkjuskipanin, er samþykkt var á Alþingi 1541, viðurkennir. (Þýðing Gissurar). Tíðasöngbókin með nótum er ncfnd antiphonale eða antiphonarium. Þetta handrit Gísla biskups er stórmerk heimild um kirkjusönginn, enda þótt eg álíti, að ekki hafi verið sungið eftir handritinu hérlendis, þótt efni þess hafi verið sungið hérlendis úr bókum fyrri siðar, einkum á dómkirkjum og í skólum. Handrit þetta geymir einnig handbók manuale. Fyrirmynd messusöngsins í handritinu er Graduale Niels Jespersons, biskups á Fjóni, sem gefið var út árið 1573. Allur söngur þar er úr fyrri sið, nema nokkrir sálmar á móðurmáli. Tíðarsöngurinn í handritinu er í megindráttum sniðinn eftir kirkjuskipaninni, en þó eru frávik í efnisröðun. Segja má, að hann fylgi fremur þeim hætti, sem á er hafður í Breviarium Nidrosiense, tíðabók Niðarósbiskupsdæmis. Lúther vildi hafa tíðarsöng, en stytta hann og syngja á kirkjum, þar sem skólar væru. Allur var tíðarsöngurinn í siðabótarkirkjunni, eins og áður, á latínu. Þannig vildi Lúther hafa hann. I stað hinna átta tíða, sem sungnar eða lesnar voru á klaustrum, stytti Lúther í tvennar tíðir, morguntíð og aftansöng. Morguntíðin var saman sett úr óttusöng fyrri, matutinum og óttusöng efri, landes. Kvöldtíðin var sett saman úr aftansöng, vesperae, og náttsöng, completorium. Handrit Gísla biskups víkur frá þessu að því Ieyti, að ekkert efni er úr náttsöng og gerður svolítill greinarmunur á því, hvort aftansöngurinn er sunginn að kvöldi fyrir helgidag eða háríð, ad primas vesperas, eða að kvöldi helgidags eða hátíðar, ad secundas vesperas. Við sjáum hvað siðbótarmenn á Islandi héldu fast við sönghefð fyrri siðar og töldu hana vera sína eign. Þetta á þó ekki við um Islendinga eina, heldur var þetta afstaða gjörvallrar Iúthersku siðbótarkirkjunnar á þessum tím. Afstaða Lúthers var að halda fast í fyrri sönghetö. Það hvarflaði ekki að honum að snúast gegn henni. Þetta átti við um allt hclgihald, sem fram fór á latínu í siðbótarkirkjunni. Hér vil eg koma því að, að rangt er, að Lúther hafi viljað losna við latínu í helgihaldi. Henni vildi hann halda m.a.a vegna tónlistarinnar, sem við hana er miðuð, og talaði um svo „fína musik", sem hann vildi alls ekki missa. Þetta átti við gregorsönginn. Hins vegar var Lúther í rauninni neyddur til að setja saman messu á móðurmáli, Deutche Messe, sem út kom árið 1526. Þessa messu ætlaði Lúther til uppfræðingar fáfróðum, en ekki til þess að aðallega ætti hana um hönd að hafa. Svo fór þó, að hún var yfirstrerkari latínumessunni. Lúther vissi vel, að mjög erfitt var að syngja gregorslag við þýska texta, þýdda úr latínu. Hann varði því miklum tíma í að sctja saman þýskan messusöng, sem þó var reistur á fyrri hefð. Til hjálpar honum við þetta voru tveir tónlistarmenn, þeir Johan Walter og Conrad Rupff. A Islandi fóru siðbótarmenn ekki þessa leið, þegar þcir þýddu latínutexta til söngs á íslensku. Þeir héldu fast við grcgorsöng. Þetta sjáum við á þýðingum í Graduale 1 594. Þar eru messutextarnir þýddir úr latínu, en gregorsöngurinn er felldur að þessum text- 18 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.