Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 19
um. Slíkt er mikill vandi og hefir þurft mikinn athuga á að hafa um orðfæri og setninga- skipan. A þeirra tíma vísu hefir þetta vel tekist. Eitt megin einkenni á lúthersku siðbótarkirkjunni er talið sálmasöngurinn. Á fyrstu áratugum siðbótarinnar kveður ekki mikið að honum, enda kernst Lúther svo að orði í Formula missae et communionis, Iatínumessunni frá 1523: „Eg vildi einnig að vér hefðum sem flesta söngva á móðurmáli, sem fólkið syngi í ntess- unni eftir þrepsöngva, Sanctus, Agnus Dei. Þessa söngva, sem fyrirsettir væru af biskupinum (þ.e. prestinum), er hægt að syngja, annað hvort strax eftir latínusöngvana eða einn daginn á latínu og hinn á móðurmáli. En oss vantar skáld eða öllu heldur eru engin skáld þekkt ennþá, sem geti sett saman guðrækileg og andleg ljóð, eins og Páll nefnir þau, svo vel sé í Guðs kirkju. A meðan fer vel á að syngja: Guð sé lofaður og svo blessaður, Nú biðjum vér heilagan anda, Sömuleiðis í dag eitr blessað barnið er. En ekki finnur þú margt, sem einhvers virði er. Þetta segi eg til að hvetja þýsk skáld, ef einhver skyldu vera til, að þau semji fyrir oss guðrækileg Ijóð“. í Deutche Messe nefnir Lúther þessa sálrna: Esajas spámann öðlaðist að fá og Jesú Kristur er vor frelsari. Það er sálmur Jóh. Húss á latínu, sem nú er þýddur, Jesú Kristur lífsins Ijómi. Sálmum fjölgaði. Þeir voru ortir undir hymnalögum, sem þekkt voru. Þegar lengra líður á, er gefin út sálma- og söngvasöfn. Joh. Spangenberg gefur út Cantiones Ecclesiasticae 1545 og Lucas Lossius gefur út Psalmodia 1553. Hermann Bonnus setur saman Hymni et Sequentiae 1559. En í þessum bókum eru ekki sálmar einvörðungu, heldur söngur er tilheyrir messunni og öðru helgihaldi. Sálmalögum og sönglögum öðrum fjölgar svo, þegar lengra líður. Þar kemur fram Heinrich Schútz, sem ryður braut í tónskáldskap, og má segja að hann nái einna hæstri hæð með Joh. Seb. Bach. En önnur tónskáld má nefna, er sömdu gamla og nýja texta messunnar eða annarra athafna, t.d. Joh. Crúger, Hans Leo Hassler o.fl. Sálmalög þess- ara tónskálda náðu ekki sálmabók Guðbrands 1589 né Graduale 1594. Þessi tónskáld og tónlist þeirra eru seinna á ferð. Svo eg snúi aftur til kirkjusöngsins á fyrstu áratugum siðbótarkirkjunnar, þá vil eg nefna lítillega, hvar sama messusöng er að finna í rómversku messunni samkvæntt Graduale Romanum. Páskamessan, Lux et Origo, sem er I. messan í Grad. Ront. og er sungin nú á dögum rómversku kirkjunni er bæði í handriti Gísla Jónssonar og í Graduale 1594. Á hvítasunnu er það II. messa í Grad. Rom., sem nefnist Fons Bonitatis, sem er í Graduale 1594. A jólunt eru hlutar úr messu, sem í Grad. Rom. nefnist, Rex Splendens og úr annarri messu, er nefnist Cunctipotens Genitor Deus, í handriti Gísla Jónssonar og í Graduale 1594. Trúarjátningin, Messujátningin, í handriti Gísla, biskups, og í Graduale 1594 er sungin við Credo I. í Grad. Rom. Stiklað hefir verið á stóru um messusönginn, þ.e.a.s. þann, sem tilheyrir ordinariunt, föstum liðurn messu. Þessi söngur er allur arfur frá fyrri sið, sem siðbótarmenn töldu 19 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.