Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 20

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 20
vera sinn söng engu síður en rómverska kirkjan. Kirkjusöngurinn breyttist ekki að ráði fyrr en með Leirárgarða-sálmabókinni og með nýbreytni, er Pétur Guðjónsen kom á um messusöng. Einhvern tíma á þessu tímaskeiði er tekinn upp messusöngur Vibergs, er síðan hefir haldist hér á landi með viðbótum Sigfúsar Einarssonar, sem honum var falið að gera með handbókinni frá árinu 1934. Fram til Leirgerðar og lengur er gregorsöngur við Iýði á Islandi. Stuttlega hefur verið tæpt á sálmum, sem sungnir voru á fyrstu áratugum siðbótar. Lúther lagði áherslu á sálmasöng. Sálmarnir áttu þá fyrst og fremst að þjóna trúfræðsl- unni. Þeir áttu að vera megin uppistaða ásamt „Fræðunum" til að rótfesta trúarlærdóma með almenningi, jafnframt því, að þeir gætu sumir hverjir þjónað sem messuþættir á móðurmáli. Þannig eru fyrstu sálmakver á íslensku saman sett. Marteinssálmar 1555 eru 35 að tölu og eru trúfræðslusálmar, flestir, fremur en messuliðir, þótt þeir geti verið messuliðir. Sálmakverið er bundið aftan við handbók Marteins Einsarssonar. Sálmarnir í Gíslakveri frá 1558 eru 20 að tölu. AJlir eru þeir þýddir úr dönsku, en uppruni þeirra er latínuhymnar, þýskir sálmar og örfáir danskir. í Marteinssálmum virðast 7 eiga uppruna í latínuhymnum, en 25 eru af þýskri rót, og er Lúther talinn höfundur meira en helmings þeirra. Þrír sálmar eru taldir danskir að uppruna. í þessum sálmakverum er enginn frumortur íslenskur sálmur. Þau lög, sem sungin eru við sálma þessa, eru flest venjubundin hymnalög frá fyrri sið. Einhver lög er Lúther talinn hafa samið, en um aðra sönglagahöfunda veit eg ekkert. Sálmabók Guðbrands Þorlákssonar frá árinu 1589 tekur við sálmakverunum, enda hafði Friðrik, konungur II., falið biskupnum, Gísla Jónssyni og Guðbrandi Þorlákssyni að koma á einingu um kirkjusönginn í landinu. Þetta gerði hann með bréfi frá 29. apríl 1585. Þeir áttu að hafa samráð. Báðir hefjast þeir handa. Guðbrandur með sálmabók- inni, en Gísli með tillögu sinni um messusöng og tíðasöng, sem nefnt var áður. I sálmbókinni 1589 og Graduale 1594 eru tæplega 380 sálmar, sem eru nær allir þýddir. Aðeins örfáir sálmanna eru frumortir af íslenskum skáldum. Flest þeirra voru prestar. Þar eru tæplega 80 latneskir hymnar, þýddi á íslensku, og lagboðar þeirra. Allmargir þessara hymna hafa sama lagboðann, einnig þeir, sem eru af þýskri rót og með þýska lagboða. Sé nú litið aftur til fyrri siðar og messusöngsins, þá liggur í augum uppi, að mjög hefir það farið eftir því, hvernig sungið var, hverjir gátu sungið. I rómversku messunni er ekki ætlast til sálmasöngs, heldur skyldu sungnir söngþættir, bæði ordinarium og proprium, þ.e. fastra Iiða og breytilegra liða messunnar. Allt var þetta á latínu. Nú veit enginn, að eg hygg, hvernig messusöngurinn fór fram á venjulegum sveitakirkjum á íslandi í fyrri sið. Ekki hef eg séð heimildir um það. Til þess að geta sungið messuna, þurfti nauðsynlega að hafa söngbækur, graduale. Sé litið í íslenskt fornbréfasafn og máldagar kirkna athugaðir, sem eru einstök heimild um bókaeign kirkna, ásamt öðrum eignum kirknanna, þá sjáum við, að gradualia er alls ekki nefnd í öllju kirkjum, og þar, sem graduale er nefnt, er það oft eitt eða tvö eintök. Þessar 20 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.