Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 22
„hljóðgrein" að ræða, heldur „syngur sitt hver" og getur orsökin verið, að ekki hafi allir sungið sama texta. Sem dæmi um misræmi eða mismunandi þýðingar má nefna gloríusálm. í Marteinskveri 1555 er ætlast til, að sunginn sé sálmurinn: „Vér heiðrum þig Guð í hæstum stað", en í Gíslakveri 1588 er það sálmurinn: „Alleinasta Guð í himerík". Einnig má nefna sálm í Marteinskveri: „Faðir vor, hver ert himnum á", sem nefnist í Gíslakveri: „Ó Guð vor faðir, sem ert alltíð himnum á". Við þetta bætast svo þær þýðingar sem kunna að hafa verið í graduale Ólafs Hjaltasonar. Þetta misræmi hverfur með sálmabók Guðbrands Þorlákssonar 1589, en einkum með Graduale 1594. Mjög óvíst er, hve mikið sálmabækur hafa verið notaðar í kirkjum, held- ur hefur verið sungið á Graduale (Grallarann). I kirkjuskipaninni eru fyrirmæli um, að messusöngur skuli vera á latínu á stórhátíðum í siðbótarkirkjunni, og þannig er því skipað í Graduale 1594. auk þess er mjög aukinn latínusöngur í messu með næstu útgáfu að Graduale 1607, þar eð bæði messuupphaf og hallelújasöngur eru á latínu. Þetta eru breytilegir liðir. Hverjir sungu á latínu í siðbótarkirkjunni? Ekki var það söfnuðurinn, en við fáum vit- neskju um þetta úr leiðbeiningum í Graduale 1594 um latínusöng. Þar segir, að djákninn skuli syngja á Iatínu, þ.e. svara prestinum í söng, þar sem við á. í annarri út- gáfu Graduale 1607, nefnir Guðbrandur, biskup, hvers vegna hann auki latínusönginn. Ein ástæðan er þessi: Að margir vilji, að þessir þættir messu séu sungnir á latínu þar, sem djáknum sé svo háttað, að það verði gjört. Djáknar áttu að vera latínusöngmenn. I konungsbréfi frá 14. nóv. 1562 er lagt svo fyrir, að djáknar eigi að geta sungið messuna á latínu á stórhátíðum. Bréf þetta er ætlað kirkjunni í Danmörku, en ekki hefi eg rekist á bréfið í íslensku fornbréfasafni. Konungsorðið birtir glöggt hið sama og leiðbeiningarorðin í Graduale gefa ril kynna um djákna. Messuliðir eru einnig þýddir á íslensku og settir undir sömu nótur og eiga við Iatínutext- ann, eins og áður var nefnt. Þessar þýðingar eru gjörðar til þess, að öll messan geti verið á móðurmáli. Einnig voru þær hjálp þeim djáknum, sem ekki kunnu latínu, en veittu þó forstöðu söng og söngmönnum í kór. Þessir söngmenn voru sennilega bændur, eða svo var það á fyrri öld og fram á þessa í sveitum. Eitt og annað, sem hér hefir verið nefnt, er reist á líkum. Verk er að vinna fyrir þá, sem fundið geta heimildir, ef til eru um það, hvernig messan fór fram í söng á fyrsta skeiði lúthersks messusöngs og raunar einnig um, hvernig þessu var háttað í söng fyrri siðar hérlendis. 22 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.