Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 30

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 30
í sumar verða svo sem verið hefur hádegisbænir á miðvikudögum með léttum hádegisverði á eftir. Kl. 11:30 er leikið á orgelið á undan athöfninni sem hefst kl. 12:10. I kirkjunni er sýning gamalla muna og mynda sem tengjast sögu Dómkirkjunnar og gamla miðbæjarins. Mánudaginn 12. október 1994 hefði dr. Páll ísólfsson orðið 100 ára og voru þann dag tvennar hátíðarsamkomur haldnar minningu hans til heiðurs. Fulltrúar Ríkisútvarpsins, Dómkirkjunnar, Reykjavíkurborgar, ættingja dr. Páls, Sinfóníuhljómsveitarinnar og Tónskáldafélagsins undir stjórn dr. Guðmundar Emilssonar, tónlistarstjóra útvarpsins höfðu undirbúið dagskrá í Þjóðleikhúsinu þann dag kl. 17:00 og í Dómkirkjunni kl. 20:00. Útvarpað var beint frá báðum tónleikunum. Einnig voru kynntir í útvarpinu tveir geisladiskar með organleik dr. Páls, útgefnir af Ríkisútvarpinu og Reykjavíkurborg. Á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík var afhjúpuð stytta af dr. Páli úr bronsefni, gerð af Sigurjóni Ólafssyni. Reykjavíkurborg bauð til fagnaðar í Ráðhúsinu eftir athöfnina í Dómkirkjunni. í Þjóðleikhúsinu sagði Jón Þórarinsson frá lífi og starfi dr. Páls, borgarstjóri hr. Markús Örn Antonsson flutti ávarp, Sinfóníuhljómsveit íslands lék undir stjórn Páls P. Pampichler, og Ólöf Kolbrún Harðardóttir söng einsöng, en Þorkell Sigurbjörnsson stjórnaði dagskrá. í Dómkirkjunni flutti biskup íslands hr. Ólafur Skúlason ávarp, Dómkórinn söng og Marteinn H. Friðriksson, dómorganisti, lék á orgel. Bækling sem innihélt frásögn um líf og starf dr. Páls ritaði Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og var bæklingurinn kostaður af Dómkirkjunni. Nemendur dr. Páls héldu einnig orgeltónleika á dögunum fyrir og eftir afmælið. Frá því var sagt í síðasta organistablaði. 30 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.